Árstíðabundin ógn af náttúruhamförum, sveiflur í líðan milli árstíða og tengsl þess við hugsanahátt

Um verkefnið

Í þessari rannsókn, sem er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands eru athuguð hugsanleg tengsl hugsanaháttar (grufls) við árstíðabundna ógn af náttúruhamförum og árstíðabundnar sveiflur í líðan.

Smelltu hér til að taka þátt

Búast má við að náttúruhamfarir af völdum loftlagsbreytinga verði algengari í framtíðinni og munu hafa margþætt áhrif á líf fólks. Þar af leiðandi mun fjöldi fólks sem býr við yfirvofandi ógn af náttúruhamförum fjölga og þörf er á að takast á við sálfræðilega afleiðingar þess. Tilfinningar eins og kvíði, reiði, sorg og vantrú eiga sér stað hjá fólki sem verður fyrir náttúruhamförum, hins vegar er lítið vitað um áhrif náttúruhamfara og þess að búa við yfirvofandi hættu á náttúruhamförum í tengslum við veðurfar og árstíð. Náttúruhamfarir geta verið háðar árstíðum en sömuleiðis vellíðan fólks og að upplifa þunglyndislotur. Þess vegna rannsökum við tengslin á milli árstíðabundinna sveiflna í líðan (SAD) og árstíðabundinnar hættu á náttúruhamförum. Hugsanaháttur svo sem grufl (rumination) getur haft áhrif á þunglyndi og þróun þess en bráðabirgðaniðurstöður sýna að þetta á einnig við um árstíðabundið þunglyndi. Í rannsókninni stefnum við að því að fjalla um vitræna þætti í tengslum við áhyggjur af náttúruhamförum og árstíðabundið þunglyndi meðal fólks sem hefur upplifað náttúruhamfarir og/eða býr við viðvarandi ógn af náttúruhamförum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta hjálpað til við að móta markviss inngrip til að bæta geðheilsu eða koma í veg fyrir geðheilbrigðisvandamál fólks sem býr við ógn af náttúruhamförum.

Nýsköpunargildi þessa verkefnis er þríþætt: Í fyrsta lagi hefur árstíðabundið þunglyndi aldrei verið rannsakað í tengslum við hættu á náttúruhamförum. Í öðru lagi eru afleiðingar á geðheilbrigði vegna yfirvofandi náttúruhamfara, háð árstíðum og veðri, viðfangsefni sem brýnt er að rannsaka hér á landi þar sem eldvirkni og náttúruvá hafa haft gríðarleg áhrif á einstaklinga og samfélag. Rannsakað verður hvort einkenni árstíðabundins þunglyndis og hugsanaháttar séu algengari meðal fólks sem býr við viðvarandi hættu á náttúruhamförum. Í þriðja lagi eru möguleikarnir á viðbrögðum við þessari áhættu og áhrifum hennar á geðheilsu illa þekktir. Við munum skoða hugsanleg tengsl á milli hamfara og hugsanaháttar sem áhættuþætti fyrir ártíðabundið þunglyndi og þróun þess.

Rannsóknin er styrkt af Nýsköpunarsjóð námsmanna (NSN), Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS).

Rannsakendur