Perflúoróalkýlefni í umhverfinu og áhrif þeirra á kísilþörunga og samlífisörverur þeirra

Doktorsverkefni

Um verkefnið

Perflúoróalkýlefni er flokkur alvarlegra þrávirkra mengunarefna en þau brotna afar hægt niður í náttúrunni. Áhrif þeirra á lífverur í hafinu og uppsöfnun þeirra í fæðukeðjunni í Norðurhöfum, en þangað berast þau með hafstraumum sunnan úr álfum, er áhyggjuefni, því sum þeirra trufla lykilstarfsemi í frumum og eru eitruð dýrum og mönnum. Kísilþörungar eru meðal mikilvægustu undirstoða lífs í hafinu og eru vísbendingar um að perflúoróalkýlefni geti haft skaðleg áhrif á þörungana, m.a. með því að raska samsetningu samlífisbaktería þeirra. Rannsóknirnar beinast að því að greina áhrif mengunarefnanna á vöxt og heilbrigði kísilþörunga í rækt, svo og á það bakteríulíf sem þeim fylgir. 

Doktorsnemi

Doktorsnefnd og rannsakendur

Umfjöllun í fjölmiðlum