Visterfðamengjafræði rjúpunnar

Um verkefnið

Hvað er það sem gerir íslensku rjúpuna svona einstaka og hvernig getur hún lifað af á Norðurslóðum? 

„Visterfðamengjafræði rjúpunnar“ gengur út á að kryfja til mergjar, skilja líffræði, vistfræði og þróunarsögu rjúpunnar (Lagopus muta). Kristinn Pétur Magnússon stýrir þessu viðamikla verkefni sem hófst 2020. Verkefnið er styrkt af Rannís og er unnið í samvinnu við fremstu sérfræðinga á Íslandi, í Bandaríkjunum og Svíþjóð.

Leitast er við að leita orsaka stofnsveiflna rjúpunnar, með því að rýna í erfðamengi hennar sem við höfum nýraðgreint og birt á vefnum, rannsaka eiturefni í plöntum og áhrif þeirra á grasbítinn. Þá munum við tengja breytileika í örverusamfélögum við heilbrigði rjúpunnar. Með þessari breiðu vísindalegu nálgun munum við skilgreina ákveðin svæði eða gen í erfðamenginu sem tengjast náttúruvali/aðlögun vegna ólífræns og lífræns áreitis, sem geta hjálpað okkur að skilja mögulega framtíð rjúpunnar á Íslandi í hlýnandi loftslagi.

Í þessu stutta myndmandi má heyra Kristinn segja frá rannsókninni á mannamáli:

Styrkt af RANNÍS - IRF nr. 206529-052

Lykilorð: Verndarerfðamengjafræði, Stofnerfðafræði, NGS, WGS, SNP

Meðlimir

  • Kristinn Pétur Magnússon, Prófessor í sameindaerfðafræði, Auðlindadeild, Háskólanum á Akureyri og visterfðafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Patrik Rödin-Mörch, PostDoc við HA (Styrkt af RANNÍS)
  • Theodore Squires, Ph.D. nemi við HA (Styrkt af RANNÍS)

Samstarfsaðilar

Birtingar