SAD air rannsóknaverkefni

Um verkefnið

Samband loftmengunar og sjúkdóma eins og til dæmis í öndunarfærum og í hjarta- og æðakerfi er vel staðfest. Ennfremur hefur aukinn fjöldi greina birst sem sýnir tengsl loftmengunar og geðsjúkdóma. Notkun nagladekkja og koma skemmtiferðaskipa í hafnir landsins eru vel þekktir mengunarvaldar en rannsóknir á áhrifum mengunar af þeirra völdum á heilsutengda þætti sem og á mismunandi skynjun fólks á umfangi mengunarnni hefur lítið verið rannsakað.

Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka loftgæði á Akureyri með svifryksmengun sem fulltrúa (proxy) loftmengunar. Þrjú mælitímabil verða valin: vor (nagladekkja-tímabil), sumar (skemmtiferðaskipa-tímabil) og haust (viðmiðunar-tímabil). Þátttakendur (n>=100) verða beðnir um að fylla út spurningalista á netinu, með spurningum varðandi geðheilsu og skynjun þeirra á loftmengun.

Nánari upplýsingar og þátttökukönnun hér.

Rannsakendur

Birtingar