Streita barnshafandi kvenna á meðgöngu og áhrif

Um verkefnið

Streita barnshafandi kvenna á meðgöngu og áhrif hennar á þroska og líðan barna í móðurkviði og eftir fæðingu (CA22114 Maternal Perinatal Stress and Adverse Outcomes in the Offspring: Maximising infants‘ development (TREASURE)).

Mikil streita móður á meðgöngu getur haft neikvæð áhrif á börn bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Neikvæð áhrif streitu móður á heilsu ungbarna geta varað til skamms tíma þe. aukið líkur á fyrirburafæðingum og lítilli þyngd barns. Áhrifin geta líka varað til langs tíma og hefur streita verið tengd við bólgur og einhverfu meðal barna, ásamt því getur streitan haft áhrif kynslóð fram af kynslóð. Streita veldur hækkun á boðefnum eins og cytokines, tryptophan, cortisol, cathecolamines, reactive oxiygen species, ocidative stress and microbiota. Þessir boðefni, ásamt annars konar áhrifum sem geta haft áhrif á erfðaefni, hafa áhrif á þær neikvæðu afleiðingar sem mikil streita móður getur haft á börnin.

Markmið verkefnis eru: 

Með því að bæta fósturþroska og efla heilbrigði ungbarna á lífsleiðinni, er markmiðið með TREASURE verkefninu að styrkja þverfaglegt og alþjóðlegt net vísindamanna, nemenda, hagsmunaaðila, frjálsra félagasamtaka og fyrirtæki til að ná fram áhrifum með þrenns konar meginmarkmiðum:

  1. að uppgötva, endurskoða og miðla vísindalegum gögnum um hvernig draga megi úr og koma í veg fyrir áhrif streitu móður á fósturþroska og bæta sálfræðilegan, læknisfræðilegan og taugaþroska hjá börnum á lífsleiðinni.
  2. að tengja saman þekkingu, vísbendingar og reynslu milli vísindagreina og að leiða saman alþjóðlega rannsóknarhópa til að auka þekkingarskipti milli landa.
  3. að mynda alþjóðlega samstarfshópa til að yfirfæra vísindalega þekkingu á skilvirkan hátt í klínískar leiðbeiningar og bestu starfsvenjur í allri Evrópu til að bæta heilsu kvenna og barna og draga úr efnahagslegum kostnaði sem hlýst af mikilli streitu móður á meðgöngu.

Vefsíða rannsóknarinnar

Rannsakendur

Samstarfsaðilar

Birtingar

Fylgjast má með birtingum á vefsíðu rannsóknarinnar.