Svefn kvenna

Við leitum að þátttakendum, konum á aldrinum 18-36 ára

Með þátttöku í rannsókninni færðu innsýn í svefngæði þín og hvernig þau breytast yfir tíðahringinn.

Hvernig skrái ég mig í rannsóknina?

Til að skrá þig eða fá frekari upplýsingar getur þú sent tölvupóst á svefnkvenna@gmail.com. Þú skuldbindur þig ekki til þátttöku með því að óska eftir upplýsingum.

Um verkefnið

Rannsóknir hafa sýnt að svefnvandamál og sjúkdómar eru mun algengari hjá konum en körlum. Styrkleiki kvenhormónanna, estrógens og prógesteróns, er síbreytilegur yfir tíðahringinn, og hefur verið sýnt fram á að það geti haft áhrif á svefngæði. Flestar rannsóknir sem hafa skoðað áhrif tíðahringsins á svefn hafa stuðst við huglægt mat þátttakenda en ekki mælt með viðurkenndum svefnmælitækjum.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig svefn breytist yfir tíðahringinn hjá ungum konum og bera saman við svefnvanda og líðan þátttakenda.

Hvað þarft þú að gera?

Ef þú tekur þátt:

  1. Þú svarar fyrst spurningum um svefn, tíðahring, fæðuval og líðan
  2. Þú færð lítið svefnmælitæki sem tengist símanum þínum
  3. Þú sefur með tækið (á þumal- eða vísifingri) í einn tíðarhring
  4. Þú notar þvagstrimla (PREGMATE™) til að kortleggja tíðahringinn frá degi 10 næstu 7 morgna
  5. Þú skilar svefnmælitæki og spurningalistum
  6. Þér verða afhentar þínar persónulegu niðurstöður

Þú færð nákvæmari leiðbeiningar áður en þú byrjar og ef spurningar vakna er hægt að senda póst á svefnkvenna@gmail.com eða hringja í síma 897-3210.

Trúnaður

  • Einungis rannsakendur hafa aðgang að gögnunum
  • Þátttakendur fá úthlutað þátttökunúmer. Gögnin byggjast á því númeri en ekki nafninu þínu
  • Gögn eru geymd í ópersónugreinanlegum grunni
  • Persónuupplýsingar eru aðskildar og öryggistryggðar með aðgangsorði sem aðeins ábyrgðarmaður og aðalrannsakendur hafa aðgang að
  • Öllum gögnum verður eytt að lokinni rannsókn

Rannsakendur

  • Nanna Ýr Arnardóttir, lektor í lífeðlisfræði, Hjúkrunarfræðideild, Háskólinn á Akureyri
  • Ingibjörg Magnúsdóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum, Háskólinn á Akureyri (umsjónarmaður)

Meðrannsakendur

  • Sólveig Magnúsdóttir, forstöðulæknir svefnrannsókna, MyCardio USA (ábyrgðarmaður)
  • Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- og vísindadeildar, Sjúkrahúsinu á Akureyri og lektor við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri
  • Hugi Hilmisson, gagnafræðingur, forstöðumaður vöruþróunar, MyCardio USA
  • Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MPH