Þjónusta við þolendur kynferðisbrota

Rannsóknarverkefnið

Rannsóknin er tvíþætt:

Reynsla þolenda kynferðisofbeldis af því að leggja fram kæru hjá lögreglu og þiggja sálfræðiviðtal að lokinni skýrslutöku

Reynsla kærenda og starfsmanna lögreglustjóraembættisins af breyttu verklagi sem felur í sér að tilkynna kærendum niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamálum í viðtali á lögreglustöð í stað þess að niðurfellingarbréf berist í pósti

Tilgangur fyrri hluta þessarar rannsóknar er að kanna reynslu þolenda kynferðisofbeldis af því að leggja fram kæru hjá lögreglu og þiggja sálfræðiviðtal að lokinni skýrslutöku. Það að bjóða uppá sálfræðiviðtal eftir skýrslutöku er hluti af tilraunaverkefni á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Skoðað verður hvort og þá hvað megi betur fara í skýrslutöku og gagnsemi þess að fá veitt sálfræðiviðtal þar á eftir. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar í að meta árangur tilraunaverkefnisins.

Tilgangur seinni hluta þessarar rannsóknar er að kanna reynslu kærenda kynferðisofbeldis af því að fá tilkynningu um niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamálum með því að vera boðaðir í viðtal á lögreglustöð. Auk þess að kanna reynslu starfsmanna lögreglustjóraembættisins af því breytta verklagi en áður barst niðurfellingarbréf kærendum í pósti. Þetta nýja verklag er hluti af tilraunaverkefni á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Héraðssaksóknara og Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Skoðað verður hvort og þá hvað megi betur fara í viðtali um niðurfellingu máls á lögreglustöð. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar í að meta árangur tilraunaverkefnisins.

Rannsakendur

Dr. Sigrún Sigurðardóttir, lektor í hjúkrunarfræði
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri
Agnes Björk Blöndal, fulltrúi lögreglan á Akureyri
Júlí Ósk Antonsdóttir, aðjúnkt lagadeild HA
Karen Birna Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum

Samstarf

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk)
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Heilbrigðsstofnun Norðurlands
Héraðssaksóknari
Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri