Þátttaka og stuðningsþarfir fullorðinna barna við umönnun aldraðra mæðra

Doktorsverkefni

Um verkefnið

Megin markmið doktorsverkefnisins er að kanna kynjamun í þátttöku fullorðinna barna í umönnun mæðra sinna á hjúkrunarheimilum og þörfum barnanna fyrir fræðslu og stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki. Verkefnið er brotið niður í þrjár rannsóknir (Rannsókn I-III).

Rannsókn I er eigindleg rannsókn sem byggir á aðferðafræði Vancouver School of Doing Phenomenology. Markmið hennar er að kanna reynslu sona af því að eiga aldraða móður á hjúkrunarheimili og annast um hana, hvernig hjúkrunarheimilisdvölin mótar mæðginasambandið og þarfir sonanna fyrir fræðslu og stuðning

Rannsókn II miðar að því að þýða, staðfæra og meta sálfræðilega eiginleika matskvarðans F-INVOLVE/F-IMPORTANT, sem metur þátttöku fjölskyldumeðlima í umönnun ástvina á hjúkrunarheimilum.

Rannsókn III er þversniðsrannsókn sem byggir á gögnum úr rannsókn II. Markmið hennar er að kanna kynjamun í þátttöku fullorðinna barna í umönnun mæðra sinna á hjúkrunarheimilum og þörf þeirra fyrir fræðslu og stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki.

Doktorsnemi

Doktorsnefnd

  • Kristín Þórarinsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri – Aðalleiðbeinandi
  • Margrét Hrönn Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri – Meðleiðbeinandi
  • Anne Marie Mork Rokstad, prófessor við Heilbrigðis- og félagsvísindi Háskólanum á Molde, Noregi – Meðleiðbeinandi
  • Kristofer Årestedt, prófessor við Heilbrigðis- og lífvísindi Linnaeus háskólans, Svíþjóð – Meðleiðbeinandi

Samstarfsaðilar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands