Prótein-bindil greiningar á kítínasa-líka próteininu YKL-40 í mönnum

Doktorsverkefni

Um verkefnið

Doktorsverkefnið er unnið í samstarfi Háskólans á Akureyri og líftæknifyrirtækisins Genís hf. á Siglufirði. Rannsóknin snýst um próteinið YKL-40 sem finnst í mönnum og hefur verið tengt við margvíslega sjúkdóma, þar á meðal bólgusjúkdóma, krabbamein og taugahrörnunarsjúkdóma. Þó svo að þetta prótein virðist gegna mikilvægu hlutverki í líkamanum er virkni þess enn ekki að fullu skilin.

Markmið verkefnisins er að greina sameindakennsl YKL-40 próteinsins og mögulegra bindla þess, með sérstaka áherslu á hlutverk þess í bólguviðbrögðum. Rannsóknin fer fram í þremur skrefum:

  1. Tölvulíkön verða notuð til að greina hvernig YKL-40 getur tengst öðrum sameindum (svokölluðum bindlum), með því að skoða kristalbyggingu próteinsins og bindlanna.
  2. Þessar tengingar verða síðan prófaðar með varmaflutningsmælingum á örskala, sem staðfesta hvort próteinið tengist bindlunum í raun og veru.
  3. Að lokum verða niðurstöður varmaflutningsmælinganna nýttar til að móta mælingar í frumurannsóknum með mannafrumulínum þar sem áhrif samskiptanna á bólgusvörun verða könnuð.

Rannsóknin mun varpa ljósi á hlutverk YKL-40 próteinsins í sjúkdómaferlum og gæti leitt til þróunar nýrra meðferðarleiða fyrir sjúkdóma þar sem bólga gegnir lykilhlutverki.

Doktorsnemi

  • Unnur Magnúsdóttir, MSc í Lífefnafræði frá Háskóla Íslands – doktorsnemandi við Háskólann á Akureyri.

Doktorsnefnd

  • Dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, Taugalíffræðingur, Prófessor Emeritus við Háskólann á Akureyri – aðalleiðbeinandi
  • Dr. Eva Charlotte Halapi, Ónæmisfræðingur, Dósent við Háskólann á Akureyri - meðleiðbeinandi
  • Dr. Jens Guðmundur Hjörleifsson, Lífefnafræðingur, Lektor við Háskóla Íslands - meðleiðbeinandi
  • Dr. Jón Magnús Einarsson, Líffræðingur, Sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Genís hf – meðleiðbeinandi

Samstarfsaðilar

Genís hf, Siglufirði

Birtingar

U. Magnusdottir, F.R. Thormodsson, L. Kjalarsdottir, H. Filippusson, J. Gislason, K.R. Oskarsson, J.G. Hjorleifsson, J.M. Einarsson. Heparin-binding of the human chitinase-like protein YKL-40 is allosterically modified by chitin oligosaccharides, Biochem Biophys Rep 41 (2025).