Í dag brautskrást 36 kandídatar frá tveimur fræðasviðum Háskólans á Akureyri. Þar af eru fjórir brautskrást úr grunnnámi og 32 úr framhaldsnámi. Um er að ræða stærstu október brautskráningu síðustu ára.
Laugardaginn 17. febrúar 2024 munum við fagna þessum kandídötum sérstaklega á Vetrarbrautskráningarathöfn Háskólans á Akureyri. Sú athöfn er ætluð kandídötum sem brautskrást í dag sem og þeim sem munu brautskrást í febrúar 2024. Hér má nálgast helstu upplýsingar um athöfnina.
Háskólinn á Akureyri brautskráir einnig kandídata frá Háskólasetri Vestfjarða en Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði fer þar fram. Af þeim 32 sem brautskrást úr framhaldsnámi eru 18 að ljúka námi við Háskólasetur Vestfjarða. Opnað verður fyrir umsóknir í það nám í desember 2023 og sótt er um í umsóknargátt Uglu.
Eins og áður kom fram er um að ræða stærstu október brautskráningu síðustu ára:
Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið
- Einn kandídat úr viðskiptafræði BS
- Einn kandídat úr auðlindafræði MS
- Sjö kandídatar úr heilbrigðisvísindum MS
- Sextán kandídatar úr haf- og strandsvæðastjórnun MRM
Hug- og félagsvísindasvið
- Tveir kandídatar úr lögfræði BA
- Einn kandídat úr nútímafræði BA
- Einn kandídat með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í heimskautarétti
- Einn kandídat með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í menntavísindum
- Tveir kandídatar úr heimskautarétti LLM
- Einn kandídat úr lögfræði ML
- Einn kandídat úr rannsóknartengdu meistaranámi í félagsvísindum MA
- Tveir kandídatar úr sjávarbyggðafræði MA
Kandídatar fá prófskírteini sín send á lögheimili sitt á næstu dögum.
Háskólinn á Akureyri óskar kandídötum og aðstandendum þeirra hjartanlega til hamingju með áfangann! Við hlökkum til að fagna með ykkur 17. febrúar 2024