Allt háskólanám á Íslandi á einum degi!

Háskóladagurinn 2025
Allt háskólanám á Íslandi á einum degi!

Háskóladagurinn hefur göngu sína laugardaginn 1. mars. Þann dag opnar einnig fyrir umsóknir í allt nám við Háskólann á Akureyri. Háskóladagurinn er samstarfsverkefni íslenskra háskóla með það að markmiði að kynna allt grunnnám sem er í boði í íslenskum háskólum. Háskóladagurinn fer að þessu sinni fram á fjórum stöðum á landinu:

„Háskóladagurinn er verðugt samstarfsverkefni allra íslenskra háskóla. Fyrirkomulag dagsins hefur þróast í gegnum árin. Þegar ég sjálf var stúdent við HA þá fór af stað hringferð um landið og voru allir framhaldsskólar landsins sóttir heim, svo dæmi sé tekið. Við höfum hins vegar þróað fyrirkomulagið á þann veg að við heimsækjum Egilsstaði, Höfn, Vestmannaeyjar og Ísafjörð annað hvert ár og erum í Reykjavík og á Akureyri hvert ár. Við leggjum okkur fram við að bjóða nærliggjandi framhaldsskólum á Háskóladaginn og þannig tryggjum við að framhaldsskólanemar á landsbyggðinni fái allir að komast á Háskóladaginn á einhverjum tímapunkti skólagöngunnar,“ segir Sólveig María Árnadóttir, verkefnastjóri viðburða hjá skólanum.

Mikið virði í því að kynna sér nám frá fyrstu hendi

Eins og fram hefur komið mun Háskólinn á Akureyri kynna allar námsleiðir í grunnnámi á neðri hæð Háskólatorgs Háskóla Íslands. Þar geta áhugasamir væntanlegir stúdentar kynnt sér allt grunnnám frá fyrstu hendi. „Stúdentar sem stunda nám við hverja námsleið standa vaktina við bása námsleiða ásamt því sem fjöldi starfsfólks tekur þátt í deginum. Ég tel mikið virði í því að fá að kynnast því hvernig er að vera HA-ingur frá fyrstu hendi. Okkar fólk er ómetanlegt þegar kemur að því að kynna háskólann okkar og það er ekki sjálfsagt að öll séu alltaf boðin og búin til að leggja hönd á plóg. Það kemur þó ekkert á óvart, Háskólinn á Akureyri er eitt stórt samfélag,“ bætir Sólveig María við.

Þá segir Sólveig að það sé aðgengilegt og tímasparandi fyrir væntanlega stúdenta að mæta og kynna sér allt það grunnnám sem íslenskir háskólar hafa upp á að bjóða á einum stað. „Það getur verið frekar yfirþyrmandi að velja sér háskólanám enda er svo margt í boði. Eitt af því skemmtilegasta sem ég upplifi á Háskóladaginn er þegar ég hitti væntanlega stúdenta sem eru búnir að ákveða að fara í eitthvað ákveðið nám en rekast svo á einhverja námsleið sem þeir vissu jafnvel ekki að væri til. Við eigum ansi mörg dæmi um slíka stúdenta sem stunda nú nám við HA.“

Leitið og þér munið finna

Á vef Háskóladagsins má finna allar helstu upplýsingar um Háskóladaginn. Þá er á vefnum að finna yfirlit yfir allt nám á öllum stigum sem í boði er við háskóla landsins. Þá býður leitarvélin á vefnum fólki upp á að setja inn áhugasvið í orði og hún finnur öll nám sem eiga við.

Facebook viðburðir

HA-ingar hlakka mikið til að hitta ykkur öll á Háskóladaginn. Hér getur þú sett Háskóladaginn í dagatalið þitt í gegnum Facebook: