Dr. Romain Chuffart í áframhaldandi stöðu Nansen prófessors

Búið er að veita Dr. Romain Chuffart áframhaldandi stöðu Nansen prófessors við skólann.
Dr. Romain Chuffart í áframhaldandi stöðu Nansen prófessors

Romain verður Nansen prófessor út árið 2025 og mun í sínum störfum sinna rannsóknum í heimskautafræðum.

Nansen prófessor er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista.

Staðan er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum.

HA þakkar Romain fyrir framlag hans til HA og málefna norðurslóða þetta árið og við horfum full tilhlökkunar fram á árið 2025. Áhugasöm geta nálgast nánari upplýsingar um Nansen prófessorsstöðuna hér.