Menntakvika, árleg ráðstefna á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um menntavísindi, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntamál varða. Ráðstefnan fer fram næstkomandi fimmtudag og föstudag í húsnæði Menntavísindastofnunar, Stakkahlíð í Reykjavík auk þess sem henni verður streymt.
Venju samkvæmt tekur Háskólinn á Akureyri þátt í ráðstefnunni. Hér fylgir stutt yfirlit þátttakenda HA á Menntakviku. Erindin gefa innsýn í þær fjölbreyttu menntarannsóknir sem unnar eru við HA:
- Að auka starfsþróun háskólakennara: Samstarfsverkefni háskóla á sviði kennsluþróunar
Guðrún Geridal, deildarstjóri kennslu- og menntunarfræði, John David Baird, kennsluráðgjafi við Háskólann í Reykjavík og Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar HA (KHA)
- Að standa í stafni og stýra dýrum knerri: Sýn skólastjórnenda á kennslufræðilega forystu sína
Hanna Dóra Markúsdóttir, grunnskólakennari og Þorlákur Axel Jónsson, aðjúnkt við Kennardeild HA
- Adult Education for Immigrants in Iceland
Lara Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið HÍ og Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Kennaradeild HA
- „Það er meiri áhersla á að njóta þess að vera í námi þegar einkunnir eru ekki til staðar“: Reynsla háskólakennara af því að samtvinna hugmyndafræði leiðsagnarnáms og fullorðinsfræðslu í starfstengdu námi á framhaldsstigi.
Íris Hrönn Kristinsdóttir og Sigríður Ingadóttir, sérfræðingar við Miðstöð skólaþróunar HA
- „Ég sá hvernig fagmennska mín jókst“: Reynsla nemenda af launuðu starfsnámi í leikskólakennarafræði
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ og Svava Björg Mörk, lektor við Kennaradeild HA
- Einkenni og áherslur í starfsháttum grunnskóla út frá menntun fyrir alla og hlutverki stjórnenda
Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Kennaradeild HA, Hanna Ragnarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Edda Óskarsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ og Anna Björk Sverrisdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ
- Er starfsfólk leikskóla og grunnskóla að brenna út í starfi?
Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við Viðskiptadeild HA
- Gæði kennslu og upplýsingatækni - raddir unglinga
Sólveig Zophoníasdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA og Guðmundur Engilbertsson, lektor við Kennaradeild HA
- Greining samræðna í kennslustundum á unglingastigi
Berglind Gísladóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ, Jóhann Örn Sigurjónsson, nýdoktor við Kennaradeild HA og Sólveig Zophoníasdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA
- Hvernig má auka stafræna hæfni háskólakennara?
Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi KHA, Bryndís Ásta Böðvarsdóttir, prófstjóri HA og Valgerður Ósk Einarsdóttir, kennsluráðgjafi KHA
- Kennsla með bæði góðum útskýringum og mikilli áskorun? Fyrstu niðurstöður rannsóknar á norrænum kennslustundum í samfélagsfræði, fyrsta máli og stærðfræði
Jóhann Örn Sigurjónsson, nýdoktor við Kennaradeild HA
- Lestrarfærni barna í Byrjendalæsisskólum
Rannveig Oddsdóttir, dósent við Kennaradeild HA
- Með velferð barna að leiðarljósi: Greining á hlutverki leikskóla í sögulegu ljósi
Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Kennaradeild HA
- Menntaforysta á sveitarstjórnarstigi: Hvað einkennir hana og mótar?
Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við Kennaradeild HA
- Námsmat í þágu menntunar allra í íslenskum grunnskólum
Ívar Rafn Jónsson, lektor við Kennaradeild HA og Edda Óskarsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ
- Samræmi í ritun háskólanema
Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Kennaradeild HA og Finnur Friðriksson, dósent við Kennaradeild HA
- Tengsl fræða og vettvangs: Þróun náms og kennslu í Kennaradeild HA
Guðmundur Engilbertsson, lektor við Kennaradeild HA
- Tengsl svæðaskiptingar, þjóðfélagsstöðu og kyns á tíma markaðsinnritunar í framhaldsskóla
Þorlákur Axel Jónsson, aðjúnkt við Kennaradeild HA
- Velferð í leik og sköpun: Samþætt nálgun í leikskólakennaranámi
Svava Björg Mörk, lektor við Kennaradeild HA og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Kennaradeild HA
- Viðvera í fjarnámskeiðum og vinnuálag nemenda
Hörður Sævaldsson, lektor við Auðlindadeild HA
- Þegar andinn grípur unglingana
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Kennaradeild HA
- Þróun á þreki íslenskra ungmenna frá barnæsku til unglingsára: Langtímarannsókn
Þuríður Helga Ingvarsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ, Erlingur Sigurður Jóhannsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Vaka Röngvaldsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ, Rúna Sif Stefánsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ og Nanna Ýr Arnardóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild HA
- Þróun kennsluefnis í námskeiði fyrir yngstu börnin: Með velferð barna að leiðarljósi
Kristín Dýrfjörð, dósent við Kennaradeild HA
- Þróun námsefnis og kennslustofa að fjarnámi
Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður KHA og Hörður Sævaldsson, lektor við Auðlindadeild
Áhugasöm geta nálgast nánari upplýsingar um Menntakviku og streymi ráðstefnunnar hér.