Hugur í Góðvinum

Aðalfundur Góðvina var haldinn rafrænt 13. desember síðastliðinn og farið í gegnum hefðbundin aðalfundarstörf
Hugur í Góðvinum

Aðalfundur Góðvina var haldinn rafrænt 13. desember síðastliðinn og farið í gegnum hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla Góðvina fyrir árið 2022 var kynnt ásamt ársreikningum. Undir önnur mál kom Yvonne Höller, formaður Umhverfisráðs háskólans, inn á fund og kynnti verkefni háskólans hvað varðar sjálfbærni og náttúruvernd.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var endurkjörin sem formaður og Bjarki Freyr Brynjólfsson var endurkjörinn í stjórn. Ný inn í stjórn komu Nökkvi Alexander Rounak Jónsson og Christina Cretu fyrir hönd Stúdentafélags háskólans. Sólveig María Árnadóttir var kjörin í aðalstjórn en hún hefur setið í varastjórn félagsins undanfarið.

Kristín Sigurðardóttir, Elva Gunnlaugsdóttir og Sólveig Birna Elísabetardóttir stigu út úr stjórn og þökkum við þeim góð störf fyrir félagið.

Í varastjórn voru endurkjörin; Kristjana Hákonardóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Árni V. Friðriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Nýr inn í varstjórn er Baldvin Valdimarsson og tekur þar sæti Sólveigar Maríu.

Á fundinum var sérstaklega rætt um skoðun á aðildarleiðum og þjónustu bankastofnanna. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar verður snemma árs 2024 og hægt er að koma erindum til félagsins hjá starfskrafti félagsins, Silju Jóhannesar Ástudóttir, samskiptastjóra HA á netfangið silja@unak.is.

Aðalfundargerð má finna hér (pdf-skjal).

Frekari upplýsingar um Góðvini má finna hér á vefsíðu Góðvina.