Vorfundur jafnréttisfulltrúa háskólanna

Samráðsvettvangur háskólanna
Vorfundur jafnréttisfulltrúa háskólanna

Frá árinu 2015 hafa jafnréttisfulltrúar háskólanna hist á samráðsfundum tvisvar til þrisvar sinnum á ári til að bera saman bækur sínar og ræða ýmis samstarfsverkefni.

Dagana 3. – 4. apríl hittust jafnréttisfulltrúar háskólanna hér fyrir norðan og til umræðu var meðal annars staða jafnréttismála hjá hverjum háskóla, skipulag og utanumhald á Jafnréttisdögum sem er einmitt eitt af samstarfverkefnum þessa vettvangs.

Þá voru lögð drög að þema Jafnréttisdaga næsta árs og einnig var Ergi – félag hinsegin stúdenta á Norðurlandi með kynningu á sinni starfsemi og í kjölfarið fór fram umræða um hinsegin bakslagið.

Stefnt er að því að hittast aftur hér fyrir norðan í haust en þá verður haldinn sérstakur fræðsludagur fyrir þátttakendur um jafnréttismál.