Helena Sigurðardóttir flytur erindi á opnunarmálstofu Menntakviku í dag um tækifæri í menntun með notkun gervigreindar

Starfsfólk HA tekur virkan þátt í Menntakviku að venju
Helena Sigurðardóttir flytur erindi á opnunarmálstofu Menntakviku í dag um tækifæri í menntun með no…

Menntakvika, árleg ráðstefna á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um menntavísindi, leiðir á hverju ári saman fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntamál varða. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun í Sögu, Aðalbyggingu HÍ og í streymi.

Venju samkvæmt tekur Háskólinn á Akureyri þátt í ráðstefnunni. Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi hjá Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð HA (KHA) mun í dag flytja erindi á opnunarmálstofu Menntakviku þar sem hún mun flytja erindið Tækifæri í menntun með notkun gervigreindar, auk þess sem hún er þátttakandi í pallborðsumræðum. Opnunarmálstofan hefst klukkan 13:00 í dag í Hátíðarsal HÍ og verður einnig streymt hér.

Öll eru velkomin á Menntakviku, hvort sem er á staðnum eða í streymi. Áhugasöm geta nálgast nánari upplýsingar hér.

HA-ingar á Menntakviku 2024

Hér fylgir stutt yfirlit yfir þátttakendur HA á Menntakviku. Erindin gefa innsýn í þær fjölbreyttu menntarannsóknir sem unnar eru við HA:

  • Líkamleg hreyfing íslenskra ungmenna frá 15 til 17 ára aldurs
    Þuríður Helga Ingvarsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ, Nanna Ýr Arnardóttir lektor við Hjúkrunarfræðideild HA, Vaka Rögnvaldsdóttir lektor við Menntavísindasvið HÍ, Rúna Sif Stefánsdóttir lektor við Menntavísindasvið HÍ og Erlingur Jóhannesson prófessor við Menntavísindasvið HÍ

  • Teymiskennsla og árangursrík samþætting námskeiða í kennaranámi
    Brynhildur Bjarnadóttir dósent við Kennaradeild HA, Garðar Ágúst Árnason prófessor við Kennaradeild HA og Sólveig Zophoníasdóttir aðjúnkt við Kennaradeild HA

  • Lausnaleit í grunnskólum Breiðholts „Meira en samtal yfir brauðristinni ...“
    Ingileif Ástvaldsdóttir aðjúnkt við Kennaradeild HA

  • Heimahöfn: Application of the ADDIE model to the creation of self-paced, online professional development courses for university teachers in Iceland.
    John David Baird kennsluráðgjafi HR, Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi KHA, Auðbjörg Björnsdóttir forstöðumaður KHA

  • CUTIE – Leiðir til að styðja háskólastofnanir í vegferð sinni við að efla stafræna hæfni starfsfólks
    Bryndís Ásta Böðvarsdóttir prófstjóri HA, Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi KHA og Valgerður Ósk Einarsdóttir kennsluráðgjafi KHA

  • Viðhorf og notkun kennaranema á ChatGPT
    Sólveig Zophoníasdóttir aðjúnkt við Kennaradeild HA og Jórunn Elídóttir við Kennaradeild HA

  • TALÍS: kennsla fjöltyngdra barna í íslenskum grunnskólum
    Ingunn Hreinberg Indriðadóttir aðjúnkt og nýdoktor í íslenskri málfræði við Menntavísindasvið HÍ og Hermína Gunnþórsdóttir prófessor við Kennaradeild HA

  • Gervigreindarlíkan fyrir æðri menntun
    Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Hjúkrunarfræðideild HA, Helgi Freyr Hafþórsson verkefnastjóri margmiðlunar KHA og Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi KHA

  • Kostir og takmarkanir þess að nota gervigreind í æðri menntun
    Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi KHA, Helgi Freyr Hafþórsson verkefnastjóri margmiðlunar KHA og Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Hjúkrunarfræðideild HA

  • Innra mat leikskóla: Upplifun starfsfólks á innra mati við innleiðingu menntastefnu sveitarfélags
    Álfey Haraldsdóttir leikskólakennari og Anna Lilja Sævarsdóttir leikskólastjóri og aðjúnkt við Kennaradeild HA

  • „Nei, við aðskiljum ekki vinnu og heimili.“: Daglegt líf akademísks starfsfólks á Íslandi og í Kanada.
    Andrea Hjálmsdóttir lektor við Félagsvísindadeild HA, Laura Landertinge rannsakandi við Menntamálaráðuneyti Ontario í Kanada, Helga Kristín Hallgrímsdóttir prófessor við Háskólann í Victoria, Deputy Provost við Háskólann í Victoria og Þorgerður Einarsdóttir prófessor við Félagsvísindasvið HÍ

  • Gjaldfrjáls leikskóli – Áhrif á starfsaðstæður og velferð barna
    Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor við Kennaradeild HA Svava Björg Mörk lektor við Kennaradeild HA

  • Notkun pappírsleikhúss í sögustundum með 5–6 ára börnum.
    Pascale Darricau sérkennari, Rannveig Oddsdóttir dósent við Kennaradeild HA og Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor við Kennaradeild HA

  • „Ég held kannski bara að við höfum verið komin að þolmörkum“
    Svava Björg Mörk lektor við Kennaradeild HA og Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor við Kennaradeild HA

  • Námsupplifun fjarnema eftir heimsfaraldur: Greining á námsþörfum og viðhorfum við Háskólann á Akureyri
    Verena Karlsdóttir lektor við Viðskiptadeild HA

  • Náð utan um fjölbreytileikann: Um hlutverk námsmats í að stuðla að inngildandi námi í tveimur framhaldsskólum
    Ívar Rafn Jónsson lektor við Kennaradeild HA og Edda Óskarsdóttir dósent við Menntavísindasvið HÍ

  • Þróun stafsetningar í textaritun barna í 1.–4. bekk
    Rannveig Oddsdóttir dósent við Kennaradeild HA

  • Notkun gervigreindar í háskólanámi og háskólakennslu
    Hjördís Sigursteinsdóttir dósent við Viðskiptadeild HA

  • Skólastjórnun á Íslandi: Kortlagning og greining á fræðirannsóknum
    Sigríður Margrét Sigurðardóttir dósent við Kennaradeild HA og Guðrún Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið HÍ