Frá og með haustinu 2024 býður Háskólinn á Akureyri í samstarfi við Háskóla Íslands, upp á fjórar nýjar námsleiðir fyrir fólk með annað móðurmál en íslensku, fjölmiðlafræði, nútímafræði, félagsfræði og leikskólafræði.
Námið er ætlað nemendum með íslensku sem annað tungumál til að auðvelda þeim að komast inn í nám sem annars er kennt að mestu leyti á íslensku. Á fyrsta árinu fylgir reglubundnu BA/B.Ed.-námi öflugt námskeið í íslensku sem öðru tungumáli á vegum Háskóla Íslands.
Námið er kennt bæði á íslensku og ensku, stendur yfir í fjögur ár og er samtals 240 ECTS. Öll námskeiðin eru kennd á netinu í fjarnámi. Íslenskukennsla verður í rauntíma á netinu, þrisvar sinnum í viku kl. 8:00. Nemendur í fjölmiðlafræði, nútíma- og félagsfræði hittast einu sinni á önn á Akureyri og í leik- og grunnskólafræði 2-3 sinnum.
Umsóknarfrestur er frá 2. mars til 5. júní árið 2024. Kennsla hefst haustið 2024.
Umsóknarkröfur og nánari upplýsingar um hverja námslínu má finna fyrir hverja námsleið hér fyrir ofan.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um námið, hafðu þá samband við Stéphanie Barillé: stephanie@unak.is