Vikuna 9.-12. maí kom hópur gunnskólanemenda ásamt kennurum frá hollensku eyjunni Vlieland í heimsókn í Háskólann á Akureyri. Þetta voru þátttakendur í Erasmus+ verkefninu iSHRINK. Nemendurnir dvöldu í Hrísey og unnu með nemendum úr Grunnskóla Hríseyjar að sameiginlegum verkefnum sem þau völdu sjálf. Umhverfismál eru þeim sérstaklega hugleikin og völdu þau verkefnin Plast í hafi og Sjálfbærni í ferðamennsku.
„Við erum svona að komast að niðurstöðu og finna lausnir, hvað við getum mögulega gert til þess að sporna við þessum vanda. Þá er fólkið eiginlega vandamálið og við þurfum að fá fólk til að hætta að vera löt og reyna að gera eitthvað sjálf“ segir Guðmar Gísli Þrastarson, nemandi við Grunnskóla Hríseyjar.
Þátttakendur í verkefninu, auk Háskólans á Akureyri og grunnskólans í Hrísey, koma frá Spáni, Grikklandi, Skotlandi og Hollandi. Á fimmtudeginum funduðu háskólakennararnir síðan í Háskólanum á Akureyri.
RÚV fylgdi hópnum eftir í Hrísey þann 11. maí og stutt frétt birtist í 10- fréttum RÚV þann 12. maí.
Nánar um Erasmus+ verkefnið iSHRINK.
Fulltrúar háskólanna
Verkefnavinna í Hrísey