Nýr skrifstofustjóri rektorsskrifstofu

Sindri S. Kristjánsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri.
Nýr skrifstofustjóri rektorsskrifstofu

Sindri S. Kristjánsson hefur víðtæka starfsreynslu frá Lyfjastofnun, þar sem hann hefur gengt lykilhlutverkum sem fagstjóri erlends samstarfs, yfirlögfræðingur, sviðsstjóri og staðgengill forstjóra. Auk þessa hefur Sindri einnig starfað hjá Umhverfisstofnun, velferðarráðuneytinu og þróunarsjóði EFTA.

Í störfum sínum hefur Sindri meðal annars unnið að rekstri, stjórnun og mannauðsmálum, ásamt setu í framkvæmdaráði, launaráði og gæðaráði. Hann hefur einnig leitt innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar og unnið að innleiðingu nýs málakerfis hjá Lyfjastofnun.

Sindri er með BA og ML gráður í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann þekkir þannig vel til skólans sem fyrrum stúdent ásamt því að hafa verið með starfsstöð á háskólasvæðinu undanfarin ár.

Við bjóðum Sindra velkominn í starf skrifstofustjóra rektorsskrifstofu og hlökkum til að vinna með honum.