Nýverið hlaut Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, styrk frá Nordic Gender Equality Fund að upphæð 450.000 DKK.
Í verkefninu Enhancing labour opportunities for Ukrainian women in rural Nordic communities rannsakar RHA undir forystu Sæunnar Gísladóttur og Mörtu Einarsdóttur hvernig konum sem flúðu Úkraínu eftir innrás Rússa til Norðurlandanna hefur vegnað á norrænum vinnumarkaði. Rýnihópar verða framkvæmdir og viðtöl tekin við úkraínskar konur og lykilaðila sem vinna með flóttamönnum til að kanna stuðning og hindranir við vinnumarkaðsþáttöku. Einnig verður kannað hvort draga megi lærdóm af upplifun þessa fólks af norrænum vinnumörkuðum til að styðja betur við atvinnuþátttöku annarra flóttamannahópa.
Samstarfsaðilar í rannsókninni eru Dalarna háskóli í Svíþjóð og Inland Norway University of Applied Sciences. Markus Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri, mun veita verkefninu leiðsögn. Verkefnið stendur yfir frá haustinu 2024 til haustsins 2026.
Hér má lesa nánar um verkefnið.