Þriggja ára verkefni til að efla seiglu gegn hamförum í norðlægum sveitarfélögum.

INTERREG styrkir verkefnið NACEMAP
Þriggja ára verkefni til að efla seiglu gegn hamförum í norðlægum sveitarfélögum.

Í samstarfi við aðila frá Írlandi og Finnlandi hafa HA, SSNE og Norðurslóðanetið (IACN) hleypt af stokkunum þriggja ára verkefni sem miðar að því að hjálpa sveitarfélögum að byggja upp meiri viðnámsþrótt gegn hamförum í framtíðinni. Verkefnið leggur áherslu á að efla sveitarfélög með því að þróa sérsniðnar áætlanir um viðbúnað og viðbrögð við neyðarástandi.

Verkefnið mun standa fyrir vinnustofum þar sem aðilar frá sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og öðrum hagsmunaaðilum verða leiddir saman til að greina bestu starfsvenjur í viðbúnaði og viðbrögðum við neyðarástandi. Skoðuð verða tafarlaus viðbrögð við hamförum í einstökum sveitarfélögum, landssvæðum og löndum ásamt þverþjóðlegum viðbrögðum og hvernig langtíma endurreisnarferli í neyðarástandi gæti litið út.

Fyrsta vinnustofan fór nýlega fram í Cork á Írlandi og þar sem línur voru lagðar fyrir skipulag nokkurra tilraunaverkefna. Fyrstu tilraunaverkefnin munu einblína á sviðsmyndir olíuleka og skógarelda. Tvö tilraunaverkefni verða framkvæmd á Íslandi, annars vegar verkefni um björgunaraðgerðir á sjó og hins vegar viðbrögð við skriðuföllum.

Verkefnið er fjármagnað af Interreg Northern Periphery and Arctic Programme, áætlun Evrópusambandsins sem styður samstarf meðal afskekktra og strjálbýlla samfélaga í nyrstu svæðum Evrópu um málefni sem skipta þau sameiginlegu máli.

NACEMAP | University of Akureyri