Góðvinir Háskólans á Akureyri

Góðvinir Háskólans á Akureyri

Góðvinir eru samtök nemenda sem brautskráðir eru frá HA og annarra velunnara háskólans.

  • Góðvinir efna til endurfunda, fagna útskrift og safna fjármunum í stofnfjársjóð
  • Þeir heiðra afburðanemendur við brautskráningu
  • Góðvinir bera hag Háskólans á Akureyri fyrir brjósti

Allar upplýsingar um starfsemi Góðvina veitir Valgerður Húnboga, Verkefnastjóri námssamfélags og starfskraftur Góðvina.

Skráning í einstaklingsaðild  Skráning í fyrirtækjaaðild

Markmið Góðvina

Markmið félagasamtakanna eru að:

  • auka tengsl háskólans við fyrrum nemendur sína
  • styðja við uppbyggingu háskólans eftir fremsta megni, fjárhagslega og á annan hátt
  • félagsmenn hafi greiðan aðgang að starfsemi og þjónustu háskólans
  • tekjum samtakanna verði ráðstafað til uppbyggingar lærdóms og rannsókna við Háskólann á Akureyri

Félagsgjald Góðvina

Árgjaldið er 2.900 krónur. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka á hverju haustmisseri.

 

Reikningur fyrir styrk að upphæð 25.000 krónur er sendur á haustin.

Stjórn Góðvina

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, formaður
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, gjaldkeri
Steinunn Alda Gunnarsdóttar
Jonathan Wood
Silja Rún Friðriksdóttir, fulltrúi SHA
Valgerður Húnbogadóttir, verkefnastjóri námssamfélags við HA og starfsmaður Góðvina

Varastjórn

Kristjana Hákonardóttir
Lilja Margrét Óskarsdóttir, varafulltrúi SHA
Þorsteinn Gunnarsson
Dagný Rut Haraldsdóttir
Baldvin Valdimarsson

Alumni deild - fyrrverandi nemendur

Kristín Baldvinsdóttir
Hólmfríður Lilja Birgisdóttir

Samþykkt Góðvina

Samþykkt til prentunar á pdf formi.

Góðvinir Háskólans á Akureyri – Samþykkt

1. gr. Heiti
Samtökin heita Góðvinir Háskólans á Akureyri.

2. gr. Markmið
Markmið Góðvina Háskólans á Akureyri er annars vegar að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla Háskólann á Akureyri eftir fremsta megni, fjárhagslega og á annan hátt. Skal þess gætt að félagsmenn hafi greiðan aðgang að starfsemi og þjónustu skólans og að tekjum samtakanna sé ráðstafað til uppbyggingar lærdóms og rannsókna við Háskólann á Akureyri.

3. gr. Félagar
Félagar í Góðvinum Háskólans á Akureyri teljast þeir sem greiða árgjöld samtakanna; einstaklingar og fyrirtæki. Greiðsla félagsgjalds er innheimt á haustmisseri. Stjórn er heimilt að setja verklagsreglur um innheimtu félagsgjalds.

4. gr. Aðalfundur
Starfstímabil félagsins er almanaksársins. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðalfundur Góðvina skal haldinn eigi síðar en 1. desember ár hvert og boða skal til aðalfundar með að minnst viku fyrirvara.

5. gr. Dagskrá aðalfundar
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara
b) Skýrsla stjórnar
c) Reikningar samtakanna lagðir fram til samþykktar
d) Lagabreytingar
e) Kosning formanns, sbr. 5. gr.
e) Kosning stjórnar, sbr. 5. gr.
f) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
g) Ákvörðun árgjalds
h) Önnur mál

6. gr. Stjórn Góðvina og kosning fulltrúa.
Stjórn Góðvina skal skipuð fimm mönnum og fimm til vara. Þrír stjórnarmenn skulu kjörnir á aðalfundi og þar af skal einn vera formaður og að auki skulu kosnir þrír varamenn. Háskólaráð kýs einn fulltrúa í stjórn og einn til vara og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) kýs einn í stjórn og einn til vara.

Kjör fulltrúa Háskólaráðs og Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri skal hafa farið fram fyrir aðalfund. Ef kjör fulltrúa Háskólaráðs og/eða fulltrúa Stúdentafélagsins í stjórn samtakanna liggur ekki fyrir á aðalfundi skal aðalfundur kjósa þá fulltrúa.

Kjörtímabil allra stjórnarmanna er tvö ár.

7. gr. Verkefni stjórnar
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum þannig að einn er ritari, einn gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Stjórnin getur ráðið sér framkvæmdastjóra.
Meðal verkefna stjórnar er eftirfarandi:
a) Gera árlega áætlun um hvaða þætti í starfsemi Háskólans á Akureyri Góðvinir styðji
b) Halda aðalfund.
c) Varðveita félagaskrá samtakanna og skrá yfir alla útskrifaða kandídata frá Háskólanum á Akureyri.
d) Senda fréttabréf Góðvina til félagsmanna og allra útskrifaðra kandídata.
e) Innheimta og ráðstafa árgjöldum og öðrum fjárframlögum.
f) Gera félagsmönnum kleift að fylgjast með og eiga hlutdeild í fjölþættri starfsemi háskólasamfélagsins t.d. með því að gangast fyrir fræðslufundum og kynningum.
g) Annað sem fellur að markmiðum félagsins.

8. gr. Deildir Góðvina
Heimilt er að stofna sérstakar deildir innan samtakanna í tengslum við starfseiningar Háskólans á Akureyri. Stjórn Góðvina Háskólans á Akureyri setur slíkum deildum sérstakar starfsreglur.

9. gr. Fjárframlög
Tekjur Góðvina eru félagsgjöld, söluhagnaður, frjáls framlög og arður. Fjárframlög til Góðvina má merkja ákveðinni starfsemi í Háskólanum á Akureyri, s.s. rannsóknarstofnunum, tækjakaupum eða sjóðum, nýjum og gömlum. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra.

10. gr. Breytingar á samþykktum
Samþykktum þessum er einungis hægt að breyta á aðalfundi samtakanna og skal þeirra getið í fundarboði. Breytingar á samþykktum þurfa að hljóta stuðning a.m.k. 2/3 fundarmanna til að ná fram að ganga.

Viðurkenningar Góðvina

Frá árinu 2004 hafa Góðvinir heiðrað að minnsta kosti einn kandídat frá hverju  sviði  háskólans við brautskráningu. Leitað er til sviðsforseta eftir tilnefningum um einstaklinga sem hafa sýnt góðan námsárangur og óeigingjarnt starf í þágu háskólans á meðan á námstíma stóð.

Þannig er ekki aðeins góður námsárangur verðlaunaður, heldur líka frumkvæði og dugnaður, þátttaka í kynningum HA, efling félagslífs nemenda og seta í hagsmunanefndum fyrir hönd nemenda.

Heiðursverðlaunahafar Góðvina

2023

Framhaldsnám: Nökkvi Alexander Rounak Jónsson
Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið: Almar Knörr Hjaltason og Eydís Sigfúsdóttir
Hug- og félagsvísindasvið: Gestur Vagn Baldursson

2022

Hug- og félagsvísindasvið: Sólveig Birna Halldórsdóttir Elísabetardóttir
Heilbrigðisvísindasvið: Eva María Matthíasardóttir og Sonja Finnsdóttir (framhaldsnám)
Viðskipta- og raunvísindasvið: Særún Anna Brynjarsdóttir

2021

Hug- og félagsvísindasvið: Steinunn Alda Gunnarsdóttir og Daníel Gunnarsson / Heiða Björg Guðjónsdóttir (framhaldsnám)
Heilbrigðisvísindasvið: Þórey Erla Erlingsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Guðrún Vaka Þorvaldsdóttir

2020

Hug- og félagsvísindasvið: Karen Jónasdóttir og Helena Sjørup Eiríksdóttir  (framhaldsnám)
Heilbrigðisvísindasvið: Sigríður Arna Lund
Viðskipta- og raunvísindasvið: Þórný Stefánsdóttir

2019

Hug- og félagsvísindasvið: Birna Heiðarsdóttir og Ólöf María Brynjarsdóttir (framhaldsnám)
Heilbrigðisvísindasvið: Helga Margrét Jóhannesdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Andrés Tryggvi Jakobsson 

2018

Hug- og félagsvísindasvið: Sólveig María Árnadóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir (framhaldsnám)
Heilbrigðisvísindasvið: Anna Karen Birgisdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Almar Ögmundsson 

2017

Hug- og félagsvísindasvið: Telma Eiðsdóttir
Heilbrigðisvísindasvið: Hrafnhildur Gunnþórsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Karen Björk Gunnarsdóttir

2016

Hug- og félagsvísindasvið: Sóldís Guðbjörg Ólafsdóttir
Heilbrigðisvísindasvið: Hulda Sædís Bryngeirsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Katla Hrund Björnsdóttir

2015

Heilbrigðisvísindasvið: Snæbjörn Ómar Guðjónsson
Hug- og félagsvísindasvið: Vordís Guðmundsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Þórhildur Edda Eiríksdóttir

2014

Heilbrigðisvísindasvið: Jóhanna Ósk Snædal
Hug- og félagsvísindasvið: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Leifur Guðni Grétarsson
Sérstök heiðursverðlaun: Stefán B. Sigurðsson, fráfarandi rektor

2013

Hug- og félagsvísindasvið: Justyna Wróblewska
Heilbrigðisvísindasvið: Dagný Linda Kristjánsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Hafrún Dögg Hilmarsdóttir og Kristín Baldvinsdóttir

2012

Hug- og félagsvísindasvið: Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir
Heilbrigðisvísindasvið: María Einarsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Valdemar Pálsson

2011

Heilbrigðisvísindasvið: Lára Kristín Jónsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Eyrún Elva Marinósdóttir
Hug- og félagsvísindasvið: Þorbjörg Ólafsdóttir og Sveinn Arnarsson

2010

Hug- og félagsvísindasvið: Sindri Kristjánsson
Heilbrigðisvísindasvið: Jóhanna Jónsdóttir
Viðskipta- og raunvísindasvið: Karl Óðinn Guðmundsson

Auk þess voru verðlaunuð sérstaklega þau Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir og Steinþór Þorsteinsson fyrir ötult starf í þágu háskólans.

2009

Heilbrigðisdeild: Helena Hrund Jónsdóttir
Hug- og félagsvísindadeild: Ágústa Berglind Hauksdóttir
Viðskipta- og raunvísindadeild: Jón Ingi Björnsson

Til viðbótar heiðruðu Góðvinir sérstaklega Árna Sigurgeirsson fyrir gott starf í þágu Góðvina félagsins og Reynir Albert Þórólfsson fyrir þátttöku í kynningarstarfi fyrir háskólann.

Sérstök heiðursverðlaun: Þorstein Gunnarsson, fráfarandi rektor

2008

Heilbrigðisdeild: Eva Björk Axelsdóttir
Kennaradeild: María Aldís Sverrisdóttir
Viðskipta- og raunvísindadeild: Vordís Baldursdóttir og Rakel Ýr Sigurðardóttir
Félagsvísinda- og lagadeild: Sigmar Arnarsson og Margrét Kristín Helgadóttir

2007

Auðlindafræði: Hörður Sævaldsson
Félagsvísindi: Andrea Hjálmsdóttir
Heilbrigðisdeild: Soffía S. Jónasdóttir
Kennaradeild: Anna Sólveig Ingvadóttir
Lögfræði: Leena-Kaisa Viitanen
Viðskiptafræði: Sara Pálsdóttir
Tölvunarfræði: Davíð Steinar Guðjónsson

2006

Auðlindadeild: Bjarni Eiríksson
Félagsvísinda- og lagadeild: Hilda Charlotte van Schalwyk
Heilbrigðisdeild: Kristín Thorberg
Kennaradeild: Svava Björk Helgadóttir
Upplýsingatæknideild: Martha Dís Brandt
Viðskiptadeild: Hildur Þóra Magnúsdóttir

2005

Auðlindadeild: Hanna Dögg Maronsdóttir
Félagsvísinda- og lagadeild: Ólína Freysteinsdóttir
Heilbrigðisdeild: Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir
Kennaradeild: Guðríður Sigurðardóttir
Upplýsingatæknideild: Birgir Haraldsson
Viðskiptadeild: Böðvar Jónsson

2004

Auðlindadeild: Eggert Högni Sigmundsson
Kennaradeild: Erna Jónsdóttir
Heilbrigðisdeild: Hólmdís Methúsalemsdóttir
Upplýsingatæknideild: Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir
Rekstrar- og viðskiptadeild: Njáll Trausti Friðbertsson


Fyrstu tvö árin voru verðlaun Góðvina háskólahringar sem fást hjá gullsmiðunum Sigtryggi og Pétri. Vorið 2006 var ákveðið að sérsmíða gullnælu fyrir Góðvini sem þeir einir geta gefið. Næluna hannaði Kristín Petra Guðmundsdóttir gullsmiður og er hún eftirlíking af listaverkinu Íslandsklukkan eftir Kristinn Hrafnsson sem stendur á háskólasvæðinu. Listaverkið Íslandsklukkan vísar til þeirrar árvekni sem einkennir gott háskólafólk.

Endurfundir

Afmælisárgangar koma reglulega saman á háskólahátíð. Brautskráðir nemendur halda hópinn og eru hvattir til að gerast meðlimir í Góðvinum og vera í bandi við Alumni deildina.

Facebook-síður útskriftarárganga frá árunum 1989-2021

Útskriftarárgangur HA 2024

Útskriftarárgangur HA 2023

Útskriftarárgangur HA 2022

Útskriftarárgangur HA 2021 

Útskriftarárgangur HA 2020

Útskriftarárgangur HA 2019

Útskriftarárgangur HA 2018

Útskriftarárgangur HA 2017

Útskriftarárgangur HA 2016

Útskriftarárgangur HA 2015

Útskriftarárgangur HA 2014

Útskriftarárgangur HA 2013

Útskriftarárgangur HA 2012

Útskriftarárgangur HA 2011

Útskriftarárgangur HA 2010

Útskriftarárgangur HA 2009

Útskriftarárgangur HA 2008

Útskriftarárgangur HA 2007

Útskriftarárgangur HA 2006

Útskriftarárgangur HA 2005

Útskriftarárgangur HA 2004

Útskriftarárgangur HA 2003

Útskriftarárgangur HA 2002

Útskriftarárgangur HA 2001

Útskriftarárgangur HA 2000

Útskriftarárgangur HA 1999

Útskriftarárgangur HA 1998

Útskriftarárgangur HA 1997

Útskriftarárgangur HA 1996

Útskriftarárgangur HA 1995

Útskriftarárgangur HA 1994

Útskriftarárgangur HA 1993

Útskriftarárgangur HA 1992

Útskriftarárgangur HA 1991

Útskriftarárgangur HA 1990

Útskriftarárgangur HA 1989

Fréttabréf

Einu sinni á ári kemur út fréttabréf Góðvina.

Fundargerðir aðalfunda

Aðalfundur Góðvina er haldinn á haustmisseri. Fundurinn er auglýstur í vefdagatali háskólans og á Facebook-síðu Góðvina. Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Góðvinir háskólans þakka Íslandsbanka fyrir stuðninginn síðustu ár.