Farsæll ferill: Íþróttaferill í með- og mótbyr

Íþróttaráðstefna haldin af HA, ÍBA, ÍSÍ og Akureyrarbæ

Íþróttaráðstefna verður haldin í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og ÍBA. Tilgangur íþróttaráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir þá sem að íþróttum koma á margvíslegan hátt, m.a. íþróttafólk, þjálfara og foreldra, rannsakendur, nema og fagaðila, og deila þekkingu sinni og ræða viðfangsefni líðandi stundar í íþróttum. Þema ráðstefnunnar í ár er:

Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr

Íþróttamenn í dag standa frammi fyrir margvíslegum streituþáttum eins og miklu æfingaálagi, meiðslum, kröfu um góða frammistöðu, þrýstingi frá samfélagsmiðlum og efnahagslegu óöryggi. Þetta getur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu og frammistöðu íþróttamanna. Þótt mikilvægi andlegrar heilsu sé almennt viðurkennt í okkar samfélagi, hefur andleg heilsa lítið verið skoðuð í tengslum við árangur í íþróttum.

Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir sérfræðingar ræða hvernig einstaklings- og umhverfisþættir geta tengst andlegri heilsu og frammistöðu í íþróttum og hvað hægt sé að gera til að ýta enn frekar undir farsælan feril í íþróttum. 

Skráning fer fram hér

  • Þátttökugjald er 3.990 kr. 
  • Innifalið í verði: hádegisverður og tveir kaffitímar
  • Skráningu lokar kl. 12:00 þann 22. september. Áhugasöm geta mætt og skráð sig til þátttöku á staðnum en þá er ekki hægt að tryggja hádegisverð.

Fyrirlestrar ráðstefnunnar verða bæði á íslensku og ensku, ekki verður streymt frá ráðstefnunni. Húsið opnar kl. 08:30 og hefst ráðstefnan kl. 09:00.

Fyrirlesarar

Dr. Göran Kenttä

Dr. Göran Kenttä is a lecturer at The Swedish School of Sport and Health Sciences and head of sport psychology for the Swedish Sport Confederation. He is also an adjunct professor at the School of Human Kinetics at the University of Ottawa. His research, academic role, and applied practice have a strong connection to elite sport, high performance coaching and mental health.

Prófessor Hafrún Kristjánsdóttir

Hafrún Kristjánsdóttir er forseti Íþróttafræðideildar HR. Hafrún er fyrrum handboltakona og spilaði í fjölmörg ár með Val og landsliði Íslands. Hún útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur árið 2005 og hóf í kjölfarið að vinna innan íþróttahreyfingarinnar ásamt því að vinna sem sálfræðingur við Landspítalann. Hafrún var sálfræðingur þátttakenda á Ólympíuleikunum í London 2012, Ríó 2016 og í Tokyo árið 2020. Hún hóf störf við HR árið 2011 og hefur áhersla hennar í rannsóknum verið klínísk íþróttasálfræði, sálfræðileg færni, höfuðhögg í íþróttum og jafnrétti kynjanna í íþróttum.

Dr. Johanna Belz

Dr. Johanna Belz is a teacher and researcher at the German Sport University Cologne. She holds degrees in psychology, sport science, sport psychology, and systemic coaching and is the project leader of the German sport psychological initiative mentaltalent. Her main research, teaching, and consultation topics are self-compassion and mental health, primarily in the elite sport setting.

 

Vésteinn Hafsteinsson

Vésteinn Hafsteinsson er nýráðinn Afreksstjóri ÍSÍ auk þess sem hann er formaður starfshóps Mennta- og barnamálráðuneytisins sem hefur það verkefni að yfirfara umgjörð afreksmála á Ísandi. Vésteinn vann í 25 ár sem afreksþjálfari í frjálsíþróttum og hefur starfað í 10 mismunandi löndum og unnið með afreksfólk í kastíþróttum sem hafa samanlagt unnið sér inn 20 stórmótaverðlaun á HM, EM og ÓL.

Peter O'Donoghue

Peter O'Donoghue is a professor in the Sports science department at Reykjavik University. His main research area is sports performance analysis and data science in sport. He has written university textbooks in the areas of sports performance analysis and statistics in sport, and is the General Editor of the International Journal of performance Analysis in Sport. He has also worked as a performance analyst with the Welsh and English netball squads.

Daði Rafnsson

Daði Rafnsson er doktorsnemi við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsókn hans fjallar um sálfræðilega færniþjálfun í knattspyrnu, sem byggir á 5C hugmyndafræðinni. Daði er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og leiddi uppbyggingu sviðsins frá stofnun. Hann er með UEFA A þjálfaragráðu, og hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ í ellefu ár, og tekið þátt í stóru Evrópuverkefni um uppbyggingu á þjálfaramenntun á háskólastigi. Daði hefur starfað sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Breiðabliks og yfirmaður knattspyrnuþróunnar hjá HK. Einnig hefur hann starfað fyrir knattspyrnufélögin Washington Spirit í Bandaríkjunum og Jiangsu Suning í Kína.

Dagskrá

09:00  Setning ráðstefnunnar

09:05  Is sustainable mental health possible in elite sport?

Göran Kenttä

09:55  Andleg heilsa íslenskra íþróttamanna

Hafrún Kristjánsdóttir

10:15  Kynning á rannsóknarniðurstöðum á meðal hópíþróttamanna á Norðurlandi eystra

Richard Taehtinen & Nanna Ýr Arnardóttir

10:25  Kaffipása

10:45  Self-compassion in sport: why is it important and how can we improve it?

Göran Kenttä, Johanna Belz & Karin Hägglund

11:50  Farsæll íþróttaferill – reynsla úr afreksþjálfun

Vésteinn Hafsteinsson

12:20  Hádegisverður

13:05  Attendance and dropout in youth sport – postal area data in collaboration with Sportabler

Peter O'Donoghue

13:30  Sálfræðileg færniþjálfun á meðal ungmenna í íþróttum – 5C hugmyndafræðin

Daði Rafnsson

13:55  mentaltalent - Sport psychological support for young competitive athletes in North Rhine-Westphalia, Germany

Johanna Belz

14:15  Kaffipása

14:35  Sport psychology consultancy with high-performance athletes in Sweden

Göran Kenttä

15:00  Hlutverk íþróttasálfræðings á Ólympíuleikum

Hafrún Kristjánsdóttir

15:25  Team Iceland – Bætt umgjörð í kringum íslenskt afreksíþróttastarf

Vésteinn Hafsteinsson

16:00  Pallborðsumræður

Hafrún Kristjánsdóttir, Göran Kenttä, Johanna Belz, Vésteinn Hafsteinsson, Daði Rafnsson og Peter O'Donoghue 

16:30  Dagskrárlok

Öll velkomin! Hvetjum íþróttaunnendur, íþróttafólk, þjálfara og önnur áhugasöm til að mæta