Einstakt tækifæri fyrir stúdenta til að efla tengslanetið og taka fyrsta skrefið í átt að draumastarfinu!
Fimmtudaginn 29. febrúar fer fram Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar. Nú höfum við tengt FRAMTÍÐARDAGA SHA & NSHA saman við Starfamessuna.
Frá klukkan 12:00 þann dag býðst stúdentum tækifæri til að kynna sér fjölmörg fyrirtæki.
Þá mun Tanja Ýr fjalla um tækifærin sem leynast á samfélagsmiðlum á opnum fyrirlestri á Framtíðardögum sem hefst kl. 12:30 í stofu M101. Allar upplýsingar um fyrirlesturinn eru að finna hér.
Viðburðurinn fer fram í Hátíðarsal og Miðborg.
Þau verða á staðnum:
- Amtsbókasafnið
- Íslandsbanki
- Dýralæknafélag Íslands
- Félag fagkvenna
- Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri
- Frost
- Heilsunuddari - Reginn House of Pain
- Höldur
- Heilbrigðisstofnun Norðurlands
- Lögreglan
- Norðlenska/Kjarnafæði
- Norðurorka
- Rarik
- Sjúkrahúsið á Akureyri
- Heilsu- og sálfræðiþjónustan
- Samherji
- Slippurinn
- Slökkviliðið
- Stefna Hugbúnaðarhús
- Ungmennahúsið / Virkið / Félagsmiðstöðvar Akureyrar
- Verkís
- Unnur Ægis
- Viðburðastofa Norðurlands
- TDK
Öll velkomin!