Velkomin á stafræna Háskóladaginn!
Á Háskóladeginum getur þú spjallað við nemendur, starfsfólk og námsráðgjafa um allt sem viðkemur háskólanámi í netspjallinu okkar. Netspjallið finnur þú með því að smella á talblöðrunna niðri til hægri á öllum síðum - Nýttu tækirfærið og fáðu svör hratt og örugglega!
Netspjallið er opið kl. 12-15
Við tökum vel á móti þér og svörum þeim fyrirspurnum sem þú kannt að hafa. Þú getur spjallað við nemendur, námsráðgjafa og starfsfólk um námið, félagslífið, inntökuskilyrði, sveigjanlegt nám, stúdentaíbúðir og allt það sem brennur á þér.
- Netspjallið er undir talblöðrunni niðri til hægri á öllum síðum :)
Hvað viltu verða?
Hér á vefnum getur þú skoðað allt grunnnám og fengið upplýsingar um námið og starfsmöguleika. Í HA eru einnig einstakar námsleiðir sem eru ekki í boði annarsstaðar á landinu.
HA vinur
Viltu fá enn betri innsýn í námið? Þú eða fleiri getið óskað eftir samtali við nemanda í ákveðnu námi og fengið að vita meira. Hvort heldur sem kynningin fer fram í gegnum síma, messenger eða Zoom.
Hvað er stafræni Háskóladagurinn?
Stafrænn háskóladagur er 26. febrúar kl. 12-15.
Á deginum verða nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins í netspjalli. Það verður hægt að komast í beint samband við fulltrúa frá öllum námsleiðum í grunnnámi háskólanna og um að gera að nýta tækifærið og spyrja um hvaðeina sem lýtur að drauma náminu og eiga samtal um námsleiðirnar og háskólalífið.
Þú getur kynnt þér allt háskólanám á landinu á einni vefsíðu, www.haskoladagurinn.is - einstakt tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI ÞÉR Á STAFRÆNA HÁSKÓLADEGINUM!