Háskólahátíð - Kandídatar í framhaldsnámi

13. júní 2025 kl. 16:00-17:30
Brautskráning kandídata úr framhaldsnámi

HÁSKÓLAHÁTÍÐ FER FRAM Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI 13. OG 14. JÚNÍ 2025

Föstudaginn 13. júní verða brautskráðir kandídatar úr diplómanámi á framhaldsstigi og meistaranámi.

Helstu tímasetningar

15:00-15:30 Stutt æfing í Hátíðarsal
15:30-15:50 Hópmyndataka
16:00-17:00 Brautskráningarathöfn úr framhaldsnámi í Hátíðarsal
17:00-17:30 Móttaka með kaffi og sætum bita

Skráning á Háskólahátíð

Það er mikilvægt að kandídatar skrái þátttöku þína á Háskólahátíð fyrir 1. júní. Athugið að hver kandídat má koma með tvo boðsgesti í Hátíðarsal, streymt verður frá athöfninni í stofu M101 og M102 auk þess sem streymt verður frá henni á Facebook síðu háskólans. Þá er aðstandendum velkomið koma í móttökuna og hitta kandídata þar. Þá viljum við biðja þau ykkar sem ætla EKKI að mæta til brautskráningar vinsamlegast um að afboða ykkur undir sama tengli. Þeir kandídatar sem ekki mæta á Háskólahátíð fá prófskírteini sín á lögheimili eftir Háskólahátíð.

Skráning kandídata í framhaldsnámi fer fram hér

Gott að hafa í huga

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ TÍMAMÓTUM, VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!