Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd

Málþing til heiðurs hr. Ólafi Ragnari Grímssyni

Hug og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri veitir herra Ólafi Ragnari Grímssyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda.

Í tilefni af veitingu heiðursnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri sama dag kl. 10–15. Í framhaldi af málþinginu verður blásið til hátíðar í Hátíðarsal háskólans kl. 16:00 þar sem Ólafi verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. 

Málþingsstjóri: Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri

Málþingið fer fram í stofu M102 og í streymi.

Dagskrá

10:00 Setningarávarp - Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

10:20 Íslensk stjórnmálafræði – yfirlit - Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emiritus við Háskóla Íslands

10:45 Mikilvægi stjórnarskrár í lýðræðislegu samfélagi - Ragnheiður E Þorsteinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

11:10 Lýðræðishlutverk háskóla - Guðrún Geirsdóttir, dósent við Háskóla Íslands

11:35 Pallborðsumræður - Ólafur Ragnar Grímsson, Ólafur Þ. Harðarson, Ragnheiður E Þorsteinsdóttir og Guðrún Geirsdóttir

12:00–12:40 Matarhlé – Veitingar í Miðborg

12:40 Fræðasamfélagið og Norðurslóðir - Þorsteinn Gunnarsson fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri

13:05 Ísland og frumbyggjar á norðurslóðum: samskipti og stefna - Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Nuuk, Grænlandi

13:30 Breytt heimsmynd og Norðurslóðir - Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra

13:55 Pallborðsumræður - Ólafur Ragnar Grímsson, Þorsteinn Gunnarsson, Albert Jónsson og Rachael Lorna Johnstone

14:25 Samantekt og ráðstefnuslit

14:25–15:00 Kaffiveitingar í Miðborg

Skráning fer fram hér

 

MÁLÞINGIÐ ER ÖLLUM OPIÐ ENDURGJALDSLAUST