Inngilding erlends starfsfólks og stúdenta: hvernig getum við gert betur?

11. febrúar 2025 kl. 12:00-13:00
Jafnrettisdagar 2025

Yfir tíu prósent starfsfólks Háskólans á Akureyri er af erlendum uppruna. Margir eru enskumælandi, eða hafa ensku sem annað tungumál. Auk þess eru flest í eða hafa verið í, einhvers konar íslenskunámi. Háskólinn er einnig sífellt að draga að fleiri erlenda stúdenta bæði á grunn- og framhaldsstigi.

Þessi kynning mun fara yfir algeng þemu frá erlendu starfsfólki og stúdentum varðandi inngildingu og stuðning við störf þeirra við HA. Hlutverk inngildingarmeistara (e. inclusion champion) verður kannað og tillögur gerðar til að aðstoða erlenda nemendur og starfsfólk til að verða öruggara og ná fulltri hæfni í hlutverkum sínum.

Framsaga: 

Audrey Louise Matthews lektor við Hjúkrunarfræðideild
GRSC (Graduate of the Royal Society of Chemistry), PhD Chemistry and SFHEA (Senior Fellow of the Higher Education Academy, UK)

Fullt aðgengi og er viðburðurinn á ensku. 

Öll velkomin!

Smelltu hér fyrir streymi