Löggæsla og samfélagið

1.- 2. október 2025
Í áttunda sinn fer ráðstefnan Löggæsla og samfélagið fram við HA — Þema ráðstefnunnar í ár er spennulækkun

Ráðstefnan Löggæsla og samfélagið verður haldin í áttunda sinn við Háskólann á Akureyri miðvikudaginn 1. október og fimmtudaginn 2. október, 2025. Það er Rannsóknasetur í lögreglufræði við HA sem heldur ráðstefnuna og þema hennar í ár er spennulækkun.

Kall eftir ágripum

Kall eftir ágripum (PDF)

Kallað er eftir ágripum erinda fyrir 8. Löggæsla og samfélagið ráðstefnuna sem Rannsóknasetur í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri heldur miðvikudaginn 1. október og fimmtudaginn 2. október, 2025. Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni löggæslu í víðri merkingu. Einstaklingar og hópar sem starfa á fræða- og/eða fagsviðum sem snerta löggæslu eru hvattir til þess að senda inn ágrip af erindum sem byggja á eigin rannsóknum og/eða starfi.

Lykilfyrirlesarar endurspegla þema ráðstefnunnar sem í ár er spennulækkun (e. de-escalation). Spennulækkun vísar til aðferða til að lægja öldurnar í spennuþrungnum aðstæðum með sem minnstri valdbeitingu. Lögreglan hérlendis sem erlendis hefur lagt aukna áherslu á spennulækkandi aðferðir í umbótavinnu sinni undanfarin ár og það er ærin ástæða að fræðast meira um þessa nálgun. 

Að gefnu tilefni óskum við sérstaklega eftir erindum sem lúta að spennulækkun, en öll erindi sem snúa að löggæslu eru meira en velkomin. Sem fyrr segir er ráðstefnan hugsuð sem sameiginlegur vettvangur fyrir fræða- og fagfólk til þess að koma rannsóknum sínum og reynslu af löggæslu hérlendis sem erlendis á framfæri og deila með leikum sem lærðum.

Tekið er að móti ágripum til og með 15. júní 2025. 

Almenn erindi og fyrirspurnir í kjölfarið skulu samtals ekki taka ekki lengri tíma en 25 mínútur. Ágrip af erindum (hámark 250 orð) skulu berast eigi síðar en sunnudaginn 15. júní, 2025. Ágripin skal senda á Guðmund Oddsson, prófessor í félagsfræði við HA (goddsson@unak.is).

Lykilfyrirlesarar

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar verða kynntir sérstaklega síðar.

Skráning

Ráðstefnugjald er 10.000 krónur á mann og eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar innifaldar. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og mat. Háskólastúdentar frá frítt á ráðstefnuna.

Skráðu þig hér

Gagnlegar upplýsingar

  • Ráðstefnan fer fram í Miðborg Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00 fyrsta október og lýkur kl. 13:00 annan október.
  • Almenn erindi og fyrirspurnir í kjölfarið skulu samtals ekki taka ekki lengri tíma en 25 mínútur. Ágrip af erindum (hámark 250 orð) skulu berast eigi síðar en sunnudaginn 15. júní, 2025. Ágripin skal senda á Guðmund Oddsson, prófessor í félagsfræði við HA (goddsson@unak.is).
  • Ráðstefnugjald er 10.000 krónur á mann og eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar innifaldar. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og mat. Háskólastúdentar frá frítt á ráðstefnuna.
  • Ráðstefnukvöldverður að kvöldi miðvikudags 1. október.
  • Flugfélagið Icelandair flýgur til Akureyrar, sjá flugáætlun á vef Icelandair.
  • Vefsíða: Löggæsla og samfélagið

Viðburður á Facebook 

Nánari upplýsingar

Hafið samband við Guðmund Oddsson, prófessor í félagsfræði við HA, goddsson@unak.is eða í síma 460 8677 vanti frekari upplýsingar.