Meðalhófsreglan í þjóðarétti, sjálfsvarnarréttur ríkja og stríðsglæpir í Úkraínu og á Gasasvæðinu

Lögfræðitorg um áhrif þjóðaréttar (alþjóðalaga) í vopnuðum átökum

Öll vekomin á Lögfræðitorg!

Að þessu sinni munu þær munu þær Cristina Cretu og Elva Rún Sveinsdóttir, meistaranemar í lögfræði við HA, flytja erindi. Erindin fara fram á íslensku. Fundarstjóri er Ingibjörg Ingvadóttir, aðjúnkt og brautarstjóri við Lagadeild HA.

Erindin byggja á lokaverkefnum þeirra Elvu og Cristinu til BA gráðu í lögfræði frá Lagadeild HA, sem ritaðar voru á ensku og bera annars vegar heitið „The Principle of Proportionality in International Law in Light of Recent Conflicts: To What Extent Does the Principle of Proportionality Limit States’ Inherent Right to Self-Defence?“ og hins vegar „War Crimes Against Children in International Law: An Analysis of the Six Grave Violations.“ Leiðbeinandi Cristinu var dr. Romain Francois R. Chuffart, Nanson prófessor í Norðurslóðamálum við HA, og leiðbeinandi Elvu var Valgerður Guðmundsdóttir, doktorsnemi og lektor við Lagadeild HA.

Þær Cristina og Elva hafa þannig rannsakað mál er varða alþjóðlega lagaumgjörð vopnaðra átaka. Á torginu fjalla þær um meðalhófsregluna í tengslum við sjálfsvarnarrétt ríkja og hvernig brot gegn reglunni geta talist til stríðsglæpa. Sérstök áhersla verður lögð á átökin í Úkraínu og á Gasasvæðinu, þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ásakað leiðtoga Rússlands um stríðsglæpi og nýlega lagði hann fram beiðni um handtökuskipanir á hendur leiðtoga Hamassamtakanna og Ísraels vegna meintrar ábyrgðar þeirra á stríðsglæpum síðastliðin ár.

Öll velkomin á staðinn eða í streymi!