Ráðstefna um gæði kennslu

5. apríl 2025 kl. 09:30-16:00
Ráðstefna um gæði kennslu í Háskólanum á Akureyri

Miðstöð skólaþróunar og Kennaradeild Háskólans á Akureyri standa sameiginlega að ráðstefnu um gæði kennslu laugardaginn 5. apríl 2025.

Á ráðstefnunni verður kynnt efni nýrrar bókar sem er að miklu leyti byggð á íslenskum niðurstöðum rannsóknar á gæðum kennslu á Norðurlöndununum (Quality in Nordic Teaching – QUINT) sem lauk á síðasta ári. Í bókinni eru 15 kaflar þar sem fjallað er um gæði kennslu og námstækifæra nemenda frá ýmsum hliðum.

Á ráðstefnunni verður efni bókarinnar kynnt í þremur aðalerindum og sjö málstofum og lögð áhersla á að ræða hvernig megi hagnýta það í skólastarfi og kennaramenntun.

Smelltu hér til að sjá ráðstefnubækling með upplýsingum um dagskrá, erindin og málstofur.

Aðalfyrirlesarar

  • Anna Kristín Sigurðardóttir
  • Birna María Svanbjörnsdóttir
  • Hermína Gunnþórsdóttir
  • Jóhann Örn Sigurjónsson
  • Rúnar Sigþórsson

Efni ráðstefnunnar á erindi til allra sem láta sig varða um gæði menntunar í íslenskum skólum, ekki síst kennara á öllum skólastigum, kennaranema og kennsluráðgjafa.

Dagskrá

Dagskrá ráðstefnunnar

Ráðstefnustjóri er Ívar Rafn Jónsson lektor við Kennaradeild HA

09:30 - 10:00 Kaffi og móttaka
Kaffi og móttaka

10.00 – 10.10 - Setning

10.10 – 11.00 - Nám og kennsla á tuttugustu og fyrstu öld
Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson

11.00 - 11.15 - Kaffihlé

11.15 – 12.15 - Málstofur I

12.15 – 13.00 - Matarhlé

13.00 – 13.30 - Gæði kennslu á unglingastigi grunnskóla á Íslandi
Anna Kristín Sigurðardóttir og Jóhann Örn Sigurjónsson

13.40 – 14.40 - Málstofur II

14.40 – 15.00 - Kaffihlé

15.00 – 15.20 - QUINT rannsóknin og hvað svo?
Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir

15.20 - 15.30 Ráðstefnuslit

Skráning

Mikilvægt er að skrá sig til þátttöku, við hlökkum til að sjá þig.

Smellið hér til að skrá ykkur á ráðstefnuna

 

Öll velkomin!