Samtal um gervigreind í háskólasamfélaginu

Opið málþing

Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð HA ásamt Kennslusviði HÍ og NýMennt Menntavísindasviðs HÍ standa fyrir hádegis málþingi um gervigreind í háskólasamfélaginu.

Málþingið fer fram í stofu N102 í aðalbyggingu HA og verður einnig streymt frá því hér. Til að tengjast málþinginu í gegnum Zoom þarf að slá inn lykilorðið 047885.

Boðið verður upp á léttar veitingar á málþinginu og eru þátttakendur því hvattir til að skrá sig hér.

Erindi

  • Notkun gervigreindar í skýrslugerð (CUTIE): Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi hjá KHA
  • Gervigreind og persónuvernd: Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósent við Félagsvísindadeild HA
  • Gervigreindin aðstoðar við gerð námskeiðs (PLACEDU): Sigurbjörg Jóhannesdóttir, verkefnastjóri á Kennslusviði HÍ
  • Notkun gervigreindar í kennslu: Jette Jörgensen Mebrouk, lektor við Hjúkrunarfræðideild HA
  • Notkun á gervigreind í rannsóknum: Andrew Paul Hill, lektor við Félagsvísindadeild HA

Málstofustjóri: Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri hjá KHA

Málþinginu lýkur kl. 13:20 en gestum er velkomið að vera lengur til að spjalla og ræða um gervigreind. 

Öll velkomin!