Stafræn heilbrigðistækni í samstarfi við HR

14. apríl 2025 kl. 13:00-14:00
Kynning á framhaldsnáminu sem þú hefur beðið eftir!

Meistaranám í stafrænni heilbrigðistækni í samstarfi við HR er tveggja ára nám sem leiðir til M.Sc. gráðu (120 ECTS einingar í heildina).

Velkomin á kynningarfund mánudaginn 14. apríl kl. 13 í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri!

Nemendur geta valið tvær leiðir í gegnum námið:

  • Rannsóknarmiðuð leið - 60 ECTS einingar helgaðar námskeiðum og 60 ECTS eru í rannsóknarmiðað lokaverkefni sem miðast að hönnun og þróun stafrænnar heilbrigðistækni eða nýtingu gagna úr heilbrigðiskerfinu til góðs
  • Námskeiðsmiðuð leið - 90 ECTS einingar eru helgaðar námskeiðum og 30 ECTS einingar fara í lokaverkefni sem einnig miðast að því að hanna og þróa stafræna heilbrigðistækni en þó hlutfallslega á minni skala en fyrrnefnd leið býður upp á.

Námið er í boði sem staðnám á Akureyri.

Nemendur eru skráðir við HR og greiða þangað skólagjöld. Á kennsluvef HR nálgast nemendur fyrirlestra, verkefni og annað efni. Aðstoðarkennari sér svo um að leiðbeina nemendum í dæma- og verkefnatímum.

Námið er kennt á ensku.

Nánari upplýsingar um námið

Öll velkomin!