14:00-14:05 Kynning á INSPECT rannsókninni
Hermína Gunnþórsdóttir prófessor við Kennaradeild HA
14:05-14:25 Vellíðan nemenda í námi og heimavið
Guðmundur T. Heimisson lektor við Sálfræðideild HA
Líðan nemenda var skoðuð með spurningalista tengdum þremur víddum á vellíðan; námslegri, félagslegri og tilfinningalegri. Þessir þrír þættir geta ýmist verið áhættuþættir eða verndandi. Samanburður við önnur Norðurlönd verður kynntur.
14:25-14:45 Aðgerðir stjórnvalda varðandi skólahald í COVID-19
Garðar Ágúst Árnason prófessor við Kennaradeild HA
Fjallað verður um takmarkanir á skólahaldi vegna samkomubanns í COVID faraldrinum, áhrif þeirra á skólahald og reynslu kennara.
14:45-15:05 Stafræn tækni í námi og lífi
Svava Pétursdóttir, lektor við deild kennslu- og menntunarfræði, Menntavísindasvið HÍ
Fjallað verður um hvernig stafræn tækni er nýtt í skólum og reglur um símanotkun og umfang hennar hjá nemendum.
15:05-15:25 Wellbeing among nordic youth
Eva Lykkegaard, Associate professor University of Southern Denmark
15:25-15:45 Kynbundnar væntingar til unglinga og vellíðan: Hlutverk skóla og félagsmótunar í lífi nemenda
Bergljót Þrastardóttir lektor og Hermína Gunnþórsdóttir prófessor, Kennaradeild HA
Fjallað verður um tímamót í lífi nemenda í 10. bekk og þá þætti sem þau telja að móti þeirra námsval, samskipti, líðan og þeirra sýn.
15:45-16:00 Umræður