Kennd verða fimm ný þemu
Vísindaskóli unga fólksins er fyrir áhugasöm og fróðleiksfús ungmenni á aldrinum 11-13 ára. Markmið Vísindaskólans er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast fimm þemum, einu þema á hverjum degi.
Þemu Vísindaskólans 2023
- Laganna verðir og gæludýr
Hvernig vinna lögguhundar? Kynnust fjórfættum laganna vörðum og gæludýrum og fáum smjörþefinn af dýralækningum. Svo ætlum við líka að hreyfa okkur helling!
- Vatnið er verðmæti
Er heita vatnið endalaust? Er kúkur í lauginni? Er klósettið ruslafata? Nánar um orku- og frárennslikerfi bæjarins.
- Áhrifavaldarnir í lífi okkar
Hverju á ég að treysta á netinu? Netöryggi, umferðareglur og upplýsingamiðlun í netsamfélagi.
- Tónar og leikur
Hvað gerist baksviðs? Hvað gerist á sviðinu? Sköpun í tónum og hljóðum og listin að leika. Við getum öll leikið!
- Að eiga hvergi heima
Af hverju verða stríð? Hvernig leysast stríð? Hverjar eru afleiðingar stríðs? Hvernig ætli það sé að komast aldrei aftur í sitt eigið rúm?
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Skólagjöld eru 25.000,-kr. - Hádegismatur innifalinn.
Hægt er að nýta frístundarstyrk við greiðslu skólagjalda.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Vísindaskólans.