Háskólahátíð — brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fer fram 13. og 14. júní
Háskólahátíð — brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fer fram 13. og 14. júní 2025.
Helstu tímasetningar
föstudagur 13. júní
15:00-15:30 Stutt æfing í Hátíðarsal
15:30-15:50 Hópmyndataka
16:00-17:00 Brautskráningarathöfn úr framhaldsnámi í Hátíðarsal
17:00-17:30 Móttaka með kaffi og sætum bita
19:00-19:30 Æfing með kandídötum: fyrsta athöfn
19:35-20:05 Æfing með kandídötum: önnur athöfn
20:10-20:40 Æfing með kandídötum: þriðja athöfn
Laugardagur 14. júní
Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið, bakkalárpróf
- Hjúkrunarfræði BS
- Iðjuþjálfunarfræði BS
- Líftækni BS
- Sjávarútvegsfræði BS
- Sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði BS
- Viðskiptafræði BS
- Tölvunarfræði BS
09:00-09:30 Hópmyndataka
10:00-11:00 Brautskráningarathöfn
11:00-11:30 Móttaka með kaffi og sætum bita
Hug- og félagsvísindasvið, bakkalárpróf
- Félagsvísindi BA
- Fjölmiðlafræði BA
- Nútímafræði BA
- Lögreglu- og löggæslufræði BA
- Kennarafræði B.Ed.
- Lögfræði BA
- Sálfræði BS
12:30-13:00 Hópmyndataka
13:30-14:30 Brautskráningarathöfn
14:30-15:00 Móttaka með kaffi og sætum bita
Kandídatar með diplómu af grunnstigi frá báðum fræðasviðum
- Fagnám fyrir sjúkraliða
- Fagháskólanám í leikskólafræði
- Leikskólafræði
- Lögreglufræði fyrir starfandi lögreglumenn
- Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn
16:00 Hópmyndataka
16:30-17:30 Brautskráningarathöfn
17:30-18:00 Móttaka með kaffi og sætum bita
Hefur þú skráð þig til brautskráningar?
Athugið að enginn er sjálfkrafa skráður til brautskráningar. Lokadagur til að skrá sig til brautskráningar er 1. maí 2025. Stúdentar sem hyggja á brautskráningu í júní 2025, og eru ekki nú þegar skráðir með áætlaða brautskráningu í júní 2025 í Uglu, eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með tölvupósti á nemskra@unak.is eða til verkefnastjóra sinnar námsleiðar. Athugið að skráning til brautskráningar gildir ekki sem skráning á mætingu á Háskólahátíð. Skráning á Háskólahátíð mun opna 6. maí og munu kandídatar fá sendan sérstakan tölvupóst vegna þessa.
Fylgstu með upplýsingum um Háskólahátíð
Allar upplýsingar um Háskólahátíð ertu birtar jafn óðum í viðburðadagatali háskólans:
Nánari upplýsingar veitir Sólveig María Árnadóttir (solveigmaria@unak.is) fyrir hönd undirbúningshóps Háskólahátíðar.
Við hlökkum til að gleðjast með þér!