Hvað er góð háskólakennsla?

10. apríl 2025 kl. 13:00-16:30
Kennsluráðstefna KHA

Það er komið að árlegri kennsluráðstefnu Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar Háskólans á Akureyri (KHA). Þetta er í tíunda skipti sem KHA stendur fyrir ráðstefnunni og yfirskrift hennar er eins og áður: Hvað er góð háskólakennsla?

Við Háskólann á Akureyri er boðið upp á margvísleg námsform og leiðir. Stuðst er við fjölbreyttar kennsluaðferðir og margir kennarar eru í stöðugri þróunarvinnu með námskeiðin sín. Ráðstefnan er kjörinn vettvangur fyrir háskólakennara til að koma saman, kynna og ræða kennsluaðferðir og nálganir í kennslu ásamt því að þróa frekar hugmyndir sínar um bætta kennslu. Ráðstefnan er rafræn og fer fram á Zoom.

Smelltu hér til að tengjast ráðstefnunni á Zoom

Dagskrá

Dagskrá (PDF)

13:00 - Ráðstefnan sett

13:05 - Opnunarerindi í tilefni af 10 ára afmæli Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar HA (KHA)
Dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður KHA og Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóri KHA

13:20 Kynning á fyrirkomulagi ráðstefnu

13:25 Hringborðsumræður - fyrsti hluti

Borð 1 - Frá kennslufræði til vettvangs - brýr milli fræða og starfs

Kennslufræði og starfshættir í skólum: Að þróa námskeið fyrir framtíðarkennara

Bergljót Þrastardóttir, lektor við Kennaradeild HA

Þrír kennarar við Kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa á undanförnum mánuðum unnið að þróun nýs námskeiðs: Kennslufræði og vettvangur, sem nú er kennt á fyrsta ári í kennarafræði. Markmið námskeiðsins er að tengja fræðilegar rannsóknir og námskenningar við störf kennara á vettvangi skólans, gefa nemendum innsýn í hvernig fræðin nýtast í kennarastarfinu og styðja þá í að móta eigin starfskenningu.
Leiðandi hugmyndir og hugtök í námskeiðinu tengjast áherslum aðalnámskráa og menntastefnunni skóli án aðgreiningar og sérstök áhersla er lögð á að nemendur þekki reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og læri að vinna með ákveðin hæfniviðmið í vettvangsverkefnum sínum.
Í þessu innleggi kynni ég forsendur og þróun þessa nýja námskeiðs, kennsluhætti ásamt verkefnavinnu nemenda sem hefur að miklu leyti farið fram á vettvangi leik- og grunnskóla en einnig verið í formi ígrunduna og þróunar rafrænna ferilmappa. Áhersla hefur verið lögð á skapandi skil verkefna og kennsluhætti sem byggja á stafrænni þekkingu kennara.

MÚSIN í Kennslufræði og vettvangur

Ingileif Ástvaldsdóttir aðjúnkt við Kennaradeild HA

Námskeiðið Kennslufræði og vettvangur er námskeið í grunnnámi kennaranema og er kennt í fyrsta skipti á yfirstandandi misseri. Ljóst er að mat nemenda og kennslurýni kennara eru lykilþættir í þróun námskeiða og starfshátta kennara. Vegna þessa og einnig að um nýtt námskeið er að ræða hafa nemendur metið staðlotur námskeiðsins í lok þeirra. Auk þess hafa kennarar þess rýnt hvernig skipulag og inntak námskeiðsins skilar sér í námi nemenda jafnóðum og því vindur fram.
Í þessu erindi mun ég greina frá niðurstöðum á mati nemenda í staðlotum og rýni kennara og hvernig hvoru tveggja hefur haft áhrif á þróun námskeiðsins. Ég mun sýna dæmi um hvernig hæfniviðmið og tilurð námskeiðsins liggja til grundvallar á matinu og hvernig nemendur hafa verið virkjaðir í matinu. Að auki fjalla ég um hvernig niðurstöður úr mati nemenda hefur verið grunnur að rýni kennara á námskeiðinu.
Erindinu er ætlað að veita innsýn í hagnýtar leiðir til að safna og greina gögn úr námskeiðum svo þau nýtist til umbóta og þróunar á inntaki og framkvæmd háskólanáms og -kennslu.

Tenging fræða og starfs: Hlaðvarp og pallborð með kennurum af vettvangi

Anna Lilja Sævarsdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA

Ein helsta áskorunin í kennaranámi er að tengja saman fræðilega kennslufræði og raunverulegt skólastarf. Til að brúa þetta bil nýttum við hlaðvarp sem kennsluaðferð, þar sem tveir starfandi kennarar – einn úr leikskóla og annar úr grunnskóla – deildu reynslu sinni og sýn á hvernig þeir beita námskenningum í starfi.
Nemendur hlustuðu á viðtölin og tóku þátt í ígrundunarverkefni þar sem þeir greindu hvernig hugmyndir kennaranna tengdust fræðunum og eigin hugmyndum um kennslu. Verkefnið var hluti af stærri kennslulotu sem studdist við KVL-aðferðina (Kann – Vil vita – Hef lært), hópavinnu og skapandi kynningar á námskenningum.
Í lok lotunnar komu kennararnir í heimsókn og tóku þátt í pallborði þar sem nemendur spurðu þá spurninga sem þeir höfðu undirbúið. Verkefnið gerði fræðin aðgengileg, dýpkaði fagvitund nemenda og sýndi hvernig ólíkar aðstæður kalla á sveigjanlega og ígrundaða kennsluhætti.
Þetta er dæmi um hvernig skapandi kennsluaðferðir og samvinna við vettvang getur styrkt tengsl fræða og starfs í kennaranámi.
Unnið í samstarfi við Ingileif og Bergljótu í þróun nýs námskeiðs; Kennslufræði og vettvangur
 

Eflandi samstarf og stuðningur við leiðbeinendur á vettvangi

Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir, aðjúnkt við Iðjuþjálfunarfræðideild HA

Vettvangsnám er viðamikill þáttur í menntun iðjuþjálfanema og veitir þeim tækifæri til að tengja fræði og störf í raunaðstæðum. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar benda á að leiðsögn í vettvangsnámi er sameiginlegt verkefni starfandi iðjuþjálfa, Iðjuþjálfunarfræðideildar HA og vinnustaða og mikilvægt er að þróa áfram stuðning og tengsl við leiðbeinendur til að efla menntun og stuðla að aukinni nýliðun innan stéttarinnar. Iðjuþjálfanemar búa vítt og breytt um landið og sama á við um um þá sem bjóða vettvangsnámspláss. Aðstæður sem slíkar fela í sér áskoranir þegar kemur að því að ná til allra og skapa gott námssamfélag. Á undanförnum árum hefur mikil þróun átt sér stað innan iðjuþjálfunarfræðideildarinnar og höfum við leitað leiða til að koma á virku námssamfélagi fyrir nemendur sem og leiðbeinendur á netinu og nýtt til þess ýmsar starfrænar leiðir. Í þessu erindi verður fjallað um hvað hefur virkað og hvaða atriðum þarf að vera vakandi fyrir. 

 

Borð 2 - Nýjar leiðir í námsmati og kennslu – sveigjanleiki og framkvæmd

Frá þiggjendum til þátttakenda: Breytingar á námsmati

Alda Stefánsdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA

Breytingin felur m.a. í sér færri verkefni yfir námskeiðstímabilið og stærri lokaverkefni í formi samtals þar sem nemendur eiga að ræða m.a. hvernig þeir sjá tengingu námsefnisins við vettvanginn sem þeir starfa á. Við breytingu á námsmati komu í ljós ýmsar áskoranir og óvænt viðhorf nemenda.
Viðhorf nemenda: Nemendur meta það að fá upplýsingar um námskeið frá öðrum nemendum eða af vef skólans. Óöryggi eykst þegar nemendur hafa áhrif á hvernig og hvenær þeir skila verkefnum.
Spurningin er hvort nemendur vilji vera þiggjendur eða þátttakendur í námi sínu.
Reynsla mín: Ég mun deila reynslu minni af breytingaferlinu, hugleiðingum og væntingum.
Fyrstu skrefin voru að hugsa fjarnám út frá hugsmíðahyggju. Námsmat í anda hugsmíðahyggju leggur áherslu á virkt nám, þar sem nemendur byggja upp þekkingu í gegnum reynslu og samskipti. Hlutverk kennarans er að veita nemendum verkefni til að byggja upp þessa þekkingu.
Markmið með breyttu námsmati: Að nemendur þrói með sér og geti beitt gagnrýnni hugsun og sjálfstæði í námi.

Endurlífgunardúkkur í kennslu í skyndihjálp – reynsla af innleiðingu nýrrar tækni í kennslu

Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við Hjúkrunarfræðideild HA

Endurlífgunardúkkur í kennslu í skyndihjálp, reynsla af innleiðingu nýrrar tækni í kennslu.
Hjúkrunarnemar á fyrsta ári við Háskólann á Akureyri fá kennslu í skyndihjálp. Þeir þurfa að læra grunnendurlífgun sem samanstendur af hjartahnoði og blástri. Til að bæta upplifun nemenda voru keyptar endurlífgunardúkkur frá Laerdal fyrir fjármagn úr samstarfsjóði Háskólanna. Sex fullorðnar endurlífgunardúkkur, þær hafa verið nefndar Eir, Gró, Gná, Líf, Sýn og Rán. Einnig voru keypt fjögur ungabörn sem voru nefnd Hnoðri, Snúður, Lilli og Snáði og að lokum einn krakki sem er drengur og fékk hann nafnið Piltur. Nemendur æfa sig tveir og tveir saman og nota app sem tengist dúkkunum og fá endurgjöf um hraða og dýpt hjartahnoðsins og skýrslu í lokin. Ég er með kennaraaðgang að appinu læt nemendur keppa sín á milli í gæðum hjartahnoðs en þá fær hver nemandi sem er að hnoða litaðan bíl í appinu og þeir sem eru fyrstir í mark eru með besta hjartahnoðið. Þessi upplifun bætir kennsluna og nemendur upplifa betur hvernig hjartahnoð á að veita. Endurgjöfin úr appinu gefur þeim áreiðanlegar upplýsingar um gæði hjartahnoðsins. Þetta er mitt framlag í reynslu af innleiðingu nýrrar tækni í kennslu við Háskólann á Akureyri.  

Þróun á námsmati í reikni- og raunvísindafögum

Sæmundur Elíasson, lektor við Auðlindadeild HA

Í erindinu ætla ég fjalla um aðra valkosti við skrifleg lokapróf í námsmati raunvísindanámskeiða. Skriflegum prófum hefur fækkað mikið við HA undanfarin ár og nú eru einungis þrjú slík lokapróf haldin við skólann. Þar af ber ég ábyrgð á 67% þeirra þar sem stærsti hluti námsmats í Eðlifræði og Vinnslutækni er framkvæmdur í skriflegu lokaprófi, það eru reikningsdæmi sem oftast er notast við í hefðbundinni raunvísindakennslu. Í erindinu mun ég fjalla um mína reynslu af núverandi námsmati, bera saman útkomu krossa og hefðbundinna reiknidæma hjá nemendum undanfarin ár, og sýna hvernig námsmati var háttað í þessum fögum í Covid. Loks eru settar fram vangaveltur um mögulegar breytingar á námsmati og hvaða áhrif það hefði á kennsluaðferðir og námsviðmið.

Kennslufræðinámskeið og hvað…?

Hulda Þórey Gísladóttir, aðjúnkt við Iðjuþjálfunarfræðideild HA

Í erindinu mun ég að fjalla um reynslu mína sem nemandi í námskeiðinu Háskólakennsla og háskólanám en námskeiðinu er ætlað að efla hæfni þátttakenda í að nýta þekkingu á námi og kennslu á háskólastigi til eigin kennsluþróunar. Settar verða fram hugleiðingar um áhrif þátttöku í námskeiðinu á mig sem kennara og hvaða breytingar það hafi haft í för með sér í minni kennslu nú þegar. Í kjölfarið mun ég velti vöngum yfir framhaldinu og hvað þátttaka í námskeiðinu getur leitt af sér til framtíðar. Markmiðið er að hvetja til umræðu um faglega þróun háskólakennara og hlutverk kennslufræðinámskeiða í því samhengi. 

 

Borð 3 - Kennsluumhverfi án landamæra – fagþróun og fjölbreytni

Blended Learning in an International Classroom as a Guest Lecturer

Verena Karlsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HA

As a guest lecturer at Hochschule Osnabrück, I was tasked with designing and delivering a course for 26 students from diverse cultural and academic backgrounds, many from developing countries funded by Germany. Hereby, I was teaching Process-, Quality-, and Project Management in an international, interdisciplinary classroom which presented unique challenges and opportunities. Drawing from my experience in flipped learning and distance education, I implemented a blended learning approach, combining online instruction with an on-campus intensive session.
This presentation explores how interactive digital tools, case-based learning, and structured group work were used to enhance engagement and ensure meaningful learning outcomes. Key challenges –such as balancing varied levels of prior knowledge, encouraging participation across cultural backgrounds, and ensuring fair assessment in group projects – are discussed alongside practical strategies for addressing them.
By reflecting on student feedback, engagement, and pedagogical outcomes, this session contributes to discussions on effective teaching in international higher education settings. The insights shared will be valuable for educators seeking to implement blended learning models in diverse and interdisciplinary classrooms.

Sjávarútvegsskóli GRÓ á Akureyri

Hreiðar Þór Valtýsson, dósent við Auðlindadeild HA

HA hefur virkur meðlimur í Sjávarútvegsskóla GRÓ frá stofnun hans árið 1997 og hafa starfsmenn HA tekið þátt í kennslu í einstökum námskeiðum, leiðbeint í lokaverkefnum og að skipuleggja einstakra námsleiðir. Þetta er ekki bara þróunarverkefni í kennslu heldur raunverulegt þróunarverkefni því þetta er beinlínis hluti af þróunaraðstoð Íslendinga og er gert undir hatti UNESCO. Síðastliðin fjögur ár hefur ein af fjórum námslínum Sjávarútvegsskóla GRÓ verið kennd á Akureyri og hafa nemendur frá fjölmörgum þróununarlöndum búið á Akureyri yfir vetrarmánuðina og vonandi lært eitthvað sem þau geta svo tekið til sinna heimalanda og vonandi notað til að bæta hag þeirra. Hér verður farið yfir þróun námsins síðustu fjögur ár og velt upp hvernig mætti breyta þessu og bæta. 

Teaching Stoma Care: 3-step Stoma Education for Nursing Students

Deniz Harputlu, dósent við Hjúkrunarfræðideild HA

An ostomy is a surgically created opening on the abdomen that allows the discharge of body waste when the normal elimination route is no longer possible. The nursing requirements for ostomy care are high, and nursing students must learn related knowledge.
Point-of-view simulations are activities that allow students to experience elements of what it is like to ‘walk in another's shoes’. Examples of point-of-view simulations designed to enhance empathy in nursing students include voice hearing simulation, donning a hemiparesis suit, and wearing ostomy appliances.
Although the scholarship on point-of-view simulations in nurse education is limited, they represent an opportunity for students to develop empathy and practical insights into the lived experience of disability and illness. Recommendations for this type of point-of-view simulation include involving people living with the simulated condition and specialist nurses in the design and delivery. Therefore, the researcher prepared 3 steps for stoma education. In this presentation, the researcher will present detailed information related to the 3 steps.

Course Evaluation: Experiences using a speed dating approach

Jette J. Mebrouk, lektor við Hjúkrunarfræðideild HA

Course evaluation is an essential factor in the continuous improvement of courses offered in higher education. Various approaches have been used with different levels of student engagement. It is imperative that educators explore new and innovative ways of conducting course evaluations and engaging students in providing feedback, which can assist in course development for future students.
In March 2025, a novel approach to course evaluation was implemented within the post-graduate program for nurse assistants (sjúkraliða), involving 58 students from two different program directions (psychiatry and geriatric), and from both first and second years. This innovative method utilized a speed dating format to gather student feedback on course effectiveness and areas for improvement. By pairing first and second-year students, the activity also aimed to foster peer support, helping students set expectations for their second year and share perspectives on how they envision using their post-graduate education to enhance the quality and continuous development of nursing in Icelandic society. This presentation will evaluate the speed dating approach as a method for course evaluation. The findings suggest that the speed dating format not only provided valuable insights for course improvement but also strengthened the sense of community and collaboration among students, contributing to a more supportive and enriching educational environment. 

 

 

14:25 - Hlé

14:35 - Erindi frá stúdentum Háskólans á Akureyri
Silja Rún Friðriksdóttir fráfarandi forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri

14:45 - Hringborðsumræður - annar hluti

Borð 4 - Gervigreind og ný hugsun í menntun

„It's the end of the world as we know it“ Viðhorf kennaranema til ChatGPT

Jórunn Elídóttir, dósent við Kennaradeild HA, og Sólveig Zophoníasdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA

Á undanförnum misserum hefur verið töluverð umræða í háskólum um kosti og galla ChatGPT í námi. ChatGPT er öflugt gervigreindarverkfæri sem er byggt á risamállíkani og líkir eftir mannlegum texta. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf kennaranema í Háskólanum á Akureyri til ChatGPT á haustmisseri 2023, tækifæri og áskoranir tengdar notkun verkfærisins í háskólanámi og hvernig þau sáu fyrir sér að nýta það í framtíðinni. Einnig var skoðað hvort viðhorf þeirra og notkun á ChatGPT breyttist yfir misserið. Gagna var aflað með spurningakönnun í tveimur námskeiðum í kennarafræði, bæði í upphafi og við lok misserisins, og gögnin þemagreind. Niðurstöður sýndu að nemendur voru meðvitaðir um tækifæri og áskoranir tengdar ChatGPT og lögðu áherslu á ábyrga notkun. Einnig mátti greina breytingu á viðhorfi nemenda í garð ChatGPT og þróun í notkun verkfærisins milli kannananna. Rannsóknin veitir upplýsingar um viðhorf til ChatGPT og notkun þess meðal kennaranema og undirstrikar mikilvægi samtals og samvinnu innan háskólasamfélagsins um notkun verkfærisins.

Sáttmáli stúdenta um notkun gervigreindar í tveimur námskeiðum í Kennaradeild

Margrét Þóra Einarsdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA

Í erindinu er sagt frá ferli sem fram fór í 1. lotu við gerð sáttmála milli stúdenta og kennara um notkun gervigreindar í námskeiðinu sem þeir voru í. Gerður var sáttmáli í tveimur námskeiðum í Kennaradeild, einu á grunnstigi og öðru á framhaldsstigi.

Nám frekar en gervigreind: Álitaefni í menntamálum

Þorlákur Axel Jónsson, aðjúnkt við Kennaradeild HA

Forrit sem innihalda spálíkön, sem segja til um hvernig texti um viðfangsefni að vali notanda geti verið, eru nú öllum aðgengileg. Nemendum í háskólanámi er í lófa lagið að nota slík forrit til þess að skrifa ritgerðir og verkefni sem líti út fyrir að vera þeirra eigin verk. Þar með er óljóst hvort nemendur hafi aflað sér þeirrar þekkingar og hæfni sem náminu er ætlað veita þeim og hvort mark sé takandi á yfirlýsingum HA um hæfni þessara nemenda.
Gerð var starfendarannsókn með hálftilraunasniði án samanburðarhóps. Kennsluháttum var breytt í námskeiði á meistarastigi í HA (ÁLM1510 Álitaefni í menntamálum) til þess að koma í veg fyrir að nemendur (N = 21) gætu nýtt sér gervigreindar-spálíkön við verkefnaskrif.
Breytingin heppnaðist bæði vel og illa, læra má af henni um hvernig breyta megi kennsluháttum til gagns og hvaða nýjar tæknilausnir gervigreindarlaust nám kallar á.

 

Borð 5 - Nýtt námsmat með gervigreind – áhersla á nemendur og þróun

Beyond the Red Pen: Using AI to Empower Student Learning Through Developmental Feedback

Andrew Paul Hill, lektor við Félagsvísindadeild HA

What if feedback didn’t just judge performance, but actively empowered students to improve and engage? In this presentation, I share my experience of using AI (specifically ChatGPT) as a co-pilot in delivering personalised, developmental feedback to university students. Rooted in student-centred learning and the principles of Universal Design for Learning (UDL), this approach shifts feedback from one-way commentary to an inclusive, constructive dialogue that supports diverse learners.
Using examples from undergraduate coursework, I explore how AI-assisted feedback can increase consistency, clarity, and timeliness — particularly valuable when working with large classes or students writing in a second language. I describe the development of a feedback model that maintains academic rigour while offering encouragement and actionable next steps. This is especially beneficial for students with dyslexia, ADHD, or other learning differences.
The presentation also addresses ethical and pedagogical considerations, including how to preserve the teacher’s voice, ensure transparency, and avoid over-reliance on automation. Rather than replacing educators, AI can serve as a tool that enhances our ability to deliver thoughtful, human-centred feedback that fosters growth.
This session invites reflection on how AI can support inclusive assessment practices aligned with the core values of good university teaching.

Þátttaka í sjálfsmati og aðlögun verkefna að AI

Ívar Rafn Jónsson, lektor við Kennaradeild HA

Í erindi mínu mun ég kynna aðferðir sem ég hef þróað til að efla virka þátttöku nemenda í námsmati. Áhersla verður lögð á sjálfsmat sem nemendur framkvæma í lok annar, þar sem þeir líta um öxl og skoða námsferlið yfir önnina. Ég segi frá tilraunum í sjálfsmati í tveimur námskeiðum, þar sem nemendur áttu að gefa sér einkunn.
Einnig verður fjallað um breytingar sem gerðar voru á verkefnum til að bregðast við aukinni notkun gervigreindar í námi. Ég hef boðið upp á fjölbreyttari skilaform og lagt áherslu á að rödd nemenda fái meira rými í verkefnum.
Ég mun deila helstu niðurstöðum út frá svörum nemenda við opnum spurningum og mínum eigin vangaveltum um notkun gervigreindar í námi. 

Lyftukynnt og varið – Endurhönnun námsmats á tímum gervigreindar

Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HA

Innreið gervigreindar hefur kallað á nýja sýn á námsmat í háskólum. Hvernig tryggjum við að nemendur þroski raunverulega hæfni í stað þess að treysta á tæknina til að leysa verkefnin fyrir sig? Í námskeiðinu Markaðsleg boðmiðlun voru gerðar breytingar á námsmati með það að markmiði að mæta þessum áskorunum – og um leið nýta þau tækifæri sem felast í tæknibreytingum. Námsmatið er fjölbreytt. Nemendur taka krossapróf, vinna við greinandi verkefni (case), skila skýrslum, myndbandi og þurfa að mæta í munnlega vörn og útbúa svokallaða lyftukynningu (elevator pitch) í stað hefðbundinnar glærukynningar. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að rökstyðja og verja eigin nálgun, efla mjúka færni þeirra og vinna með markaðssamskipti á lifandi hátt.
Í erindinu verður námsmatið kynnt og niðurstöður nemendakönnunar sem var lögð fyrir í lok námskeiðsins. Fjallað verður um hvernig þessi nálgun styður við virka þátttöku nemenda, skerpir skilning og ýtir undir sjálfstæði í nýjum veruleika þar sem gervigreind hefur áhrif á nám og kennslu. 

 

Borð 6 - Skapandi og hvetjandi kennsla – hvatning, virkni og sveigjanleiki

Borðspil í kennslu

Magnús Víðisson, aðjúnkt við Auðlindadeild HA

Nýlega fór ég til Tromsø í Noregi með nemendur í sjávarútvegsfræði þar sem við heimsóttum The University of Tromsø – The Arctic University of Norway (UiT). UiT nýtist mikið við borðspil til þess að kenna nemendum um ákveðin efni í sjávarútvegsfræði. Nemendur mínir fengu að spreyta sig á einu spilinu. Suma leiki hefur skólinn búið til sjálfur, eða keypt aðgang að. Í þessu erindi ætla ég að fjalla stuttlega um 2 til 3 leiki sem UiT nýtir sér til kennslu og hvernig það aðstoðar nemendur til þess að skilja ákveðna þætti í sjávarútvegsfræði.

Kennslufræðilegar nálganir í fjarkennslu: Áskoranir og gagnreyndar aðferðir

Hildur Fjóla Antonsdóttir, lektor við Félagsvísindadeild HA

Í erindinu verður fjallað um kennslufræðilegar nálganir í fjarkennslu með vísun í þróun námskeiðsins Ofbeldi og valdatengsl sem kennt er við lögreglufræðibraut Háskólans á Akureyri. Fjallað verður um helstu áskoranir sem kennarar og nemendur standa frammi fyrir í fjarkennslu og þær gagnreyndu kennsluaðferðir sem þróaðar hafa verið til að mæta þeim áskorunum. Þetta verður skoðað í samhengi við þróun ofangreinds námskeiðs sem einkennist af viðkvæmu námsefni (kynbundið ofbeldi), stórum nemendahóp þar sem nemendur koma úr ólíkum fræðigreinum, og þar sem hátt hlutfall nemenda er í vinnu með námi. Fjallað verður um gagnreyndar aðferðir og reynslu kennara er kemur að uppbyggingu námskeiðs og framsetningu á Canvas; stuðningi við virkni nemenda; og högun fjölþætts námsmats. Einnig verður velt vöngum yfir hlutverki tækninnar í þessu samhengi og hvernig hún spilar inn í upplifun nemenda af náminu. 

Áhugahvetjandi kennsluhættir – að tækla óvissuna um eigin getu

Helgi Þ. Svavarsson, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ, og Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA

Þetta erindi mun fjalla um hvernig best er að virkja nemendur í námi út frá eigin reynslu í kennslu námskeiðsins „Stjórnun og menntun – reynsla af vettvangi” við Háskóla Íslands. Markmiðið með erindi okkar er að greina eigin starfshætti með það fyrir augum að stuðla að aukinni virkni nemenda í gegnum áhugahvöt þeirra. Við notum kenningar Wlodkowskis (2004) um áhuga hvetjandi námsumhverfi, sem skoðar hvernig samkennd, viðhorf, merking og hæfni styrkja áhugahvöt og stuðla að aukinni virkni nemenda til að varpa ljósi á starfshætti okkar.

Á námskeiðinu eru fjölbreyttar kennsluaðferðir sem ætlað er að hvetja nemendur til samræðna, samvinnu og sjálfstæðrar hugsunar. Jafnframt höfum við lagt áherslu á markvissa endurgjöf og stöðuga ígrundun, þar sem nemendur meta eigin árangur. Erindið fjallar um helstu áskoranir sem komið upp í námskeiðinu í tengslum við togstreitu á milli sjálfræðis nemenda, trú þeirra á eigin getu og námslegra krafna.
Frumniðurstöður okkar benda til þess að áhuga hvetjandi námsumhverfi geti stuðlað að dýpri námsupplifun og bættum árangri, en krefjist sveigjanleika, samfelldrar þróunar og gagnrýnnar ígrundunar. Með því að skoða starfshætti okkar með gagnrýnum hætti er ætlunin að endurskoða námskeiðið og skapa forsendur fyrir farsælli framkvæmd í framtíðinni. 

 

 

15:30 - Hlé

15:40 - Hringborðsumræður - þriðji hluti

Borð 7 - Sköpun og fjölbreytni í kennslu og námsaðferðum

Heimahöfn Háskólakennslu project: Results of pilot module evaluation

John Baird, kennsluráðgjafi við Háskólann í Reykjavík

Heimahöfn Háskólakennslu is a collaborative project between all seven Icelandic universities and was funded as part of Samstarf Háskóla I. The aim of the project is to develop an online, modular, resource-based learning environment for university teachers. Between October and November 2024 we piloted two modules across partner universities. This presentation will share participant feedback on the content and instructional design of the modules

Að skrifa raundæmi: Þróunarverkefni kennara við Háskóla Íslands

Þröstur Ólafur Sigurjónsson, aðjúnkt við HÍ

Háskóli Íslands leggur í stefnu sinni áherslu á að kennsla og rannsóknir styðji við blómlegt samfélag og sterkt atvinnulíf. Til að mæta þessum markmiðum þurfa kennarar að geta leiðbeint nemendum um raunverulegar áskoranir og lausnir. Kennsla með raundæmum reynist áhrifarík leið til þess, þar sem nemendur takast á við raunhæfar aðstæður og öðlast dýpri skilning á fræðilegum hugtökum. Þessi kennsluaðferð eflir gagnrýna hugsun, samvinnu og fjölbreytt sjónarmið. Erindið fjallar um þróunarverkefni sem hófst sumarið 2024 og lauk í mars 2025. Í því voru valdir kennarar þjálfaðir í að skrifa eigin raundæmi undir handleiðslu. Verkefnið var styrkt af Kennslusjóði og Háskólaútgáfan hyggst gefa dæmin út haustið 2025 – í fyrsta sinn sem slíkt gerist við Háskóla Íslands. Verkefnið var einstakt að því leyti að það bauð kennurum skipulagða leiðsögn við gerð raundæma. Reynslu kennaranna var safnað meðan á verkefninu stóð og í erindinu verður greint frá helstu áskorunum og árangri, auk þess sem settar verða fram tillögur um árangursríkar leiðir til að styðja kennara við þróun eigin kennsluefnis. 

Neurodiversity in Higher Education

Yvonne Höller, prófessor við Sálfræðideild HA

Neurodiversity has a momentum in medial attention and the rate of diagnosis of certain categories being acknowledged as "neurodiverse" are rapidly increasing. While scientists and medical health professionals are worried about the possibility of overmedication, the real struggles of people identifying themselves as neurodiverse are especially noticeable in higher education. Higher education is largely unprepared to meet the needs of students who have symptoms of dyslexia, dyscalculia, autism, or attention deficit disorder (with or without hyperactivity). In this talk we present a list of measures that are easy to implement by teachers and that benefit not only students with neurodiverse conditions but all students. Additionally, we invite teachers to participate in the currently running study where we evaluate the effort related to implementing the measures and which measures are particularly useful for students, depending on which symptoms they primarly experience. 

 

Borð 8 - Nám og kennsla í breytingum – að mæta fjölbreyttum þörfum

Dægurmenning og kennsla

Guðmundur Oddsson, prófessor við Félagsvísindadeild HA

Lykilatriði í allri kennslu er að vekja og viðhalda áhuga nemenda á viðfangsefninu. Ýmsar leiðir eru að þessu markmiði en rannsóknir benda t.d. til þess að notkun viðeigandi dæma úr dægurmenningu (e. popular culture) geti hjálpað til við að glæða viðfangsefni námskeiða lífi og þar með áhuga nemenda (sjá t.d. Wellin, 2013). Í erindi mínu fjalla ég um hvernig ég nota dægurmenningu sem 1) ísbrjót í upphafi kennslustunda, 2) uppbrot í fyrirlestrum, 3) „stökkbretti“ fyrir umræður í umræðutímum, 4) dæmi til að undirstrika hugtök og loks 5) efni í spjallborðsumræður. Að endingu fjalla ég um hvernig ég flétta dægurmenningu inn í kennslubók í félagsfræði sem ég og samhöfundar mínir leggjum lokahönd á um þessar mundir.

Fjölbreytt notkun "scaffolding" aðferðarinnar í kennslu

Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Félagsvísindadeild HA

Í erindinu verður fjallað um vinnupalla aðferðina eða "scaffolding". „Scaffolding“ aðferðin er kennsluaðferð þar sem kennarinn veitir nemendum stuðning og leiðsögn í byrjun náms en dregur síðan smám saman úr stuðningnum eftir því sem nemendur verða sjálfstæðari og færari. Þetta er gert til að hjálpa nemendum að ná betri skilningi og færni í viðfangsefninu. Í erindinu mun ég fjalla stuttlega um kennsluaðferðina sjálfa en einnig reynslu mína af því að nýta þessa aðferð í kennslu í ólíkum fræðigreinum.

Maður er manns gaman: Heil og hálf-félagsleg tengsl í fjarnámi

Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósent við Félagsvísindadeild HA

Í fjarnámsformi kennslu felast margar áskoranir fyrir kennara, m.a. hvernig eigi að rjúfa félagslega einangrun nemenda, auka virkni þeirra í umræðum og styrkja tengsl þeirra við kennara. Haustið 2024 var ákveðið að gefa nemendum í námskeiðinu Inngangi að fjölmiðlafræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri val um að mæta í stofutíma, skila inn vikulegu spjalli við aðra nemendur sem upptöku eða skila inn skriflegum hugleiðingum.
Um það bil 20 nemendur völdu að taka þátt í spjalli og var þeim skipt með slembivali í fjögurra manna hópa í hverri viku. Var gert ráð fyrir að nemendur í hverjum hópi myndu skiptast á að spyrja spurninga úr námsefninu og að hver hópur ræddi kennsluefnið í 20 mínútur.
Reynsla kennara af þessu námsmati var ákaflega góð en jafnframt lýstu sumir nemendur yfir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag þar sem þeir náðu að kynnast öðrum nemendum og mynda þannig félagsleg tengsl. Enn fremur gerðu upptökurnar kennara námskeiðsins kleift að mynda hálf-félagsleg tengsl við nemendur þar sem hann kynntist þeim að nokkru leyti án þess að eiga reglulega bein samskipti við þá. 

 

Borð 9 - Tengsl, vellíðan og hvatning í háskólanámi

„Ég var stressaður… en svo leið það hjá.“ Upplifun nemenda og niðurstöður könnunar á munnlegum lokaprófum í háskóla

Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir, aðjúnkt við Viðskiptadeild HA

Munnleg próf geta verið öflugt tæki í námsmati á háskólastigi og skapa tækifæri til gagnvirks samtals milli kennara og nemanda. Á undanförnum tveimur árum hefur höfundur innleitt munnlegt lokpróf í námskeiðið Neytendahegðun (NEY2106). Spurningakönnun var lögð fyrir nemendur eftir prófin, bæði misserin, til að kanna upplifun og viðhorf þeirra.
Í erindinu verður greint frá niðurstöðum kannananna, þar sem áhersla verður lögð á það sem nemendur mátu jákvætt, hvað olli þeim streitu og hvernig þeir upplifðu að fara í munnlegt lokapróf. Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós að þeir nemendur sem höfðu reynslu af munnlegu prófi mátu upplifun sína marktækt jákvæðari en þeir sem tóku slíkt próf í fyrsta sinn. Fjallað verður um hvernig þessar niðurstöður hafa haft áhrif á þróun námsmatsins og hvernig munnleg próf geta styrkt námsferli nemenda og stutt við faglega ígrundun kennara.

Reynslan sýnir okkur að sveigjanlegt nám gefur fleirum tækifæri á menntun og eykur jafnrétti

Fjóla Björk Karlsdóttir, aðjúnkt við Viðskiptadeild HA

Fyrir tuttugu og fimm árum síðan var nemendum skipt í fjarnema og staðarnema. Staðarnemar voru með mætingaskyldu í stofu og fjarnemum var kennt í gegnum tölvu á ákveðnum tímum dags yfir vikuna. Eins var því háttað þannig að ef nemandi var búsettur á Akureyri þá gat hann ekki verið fjarnemi, aðeins staðarnemi. Því sátu ekki allir nemendur við sama borð og jafnréttis var í raun og veru ekki gætts. Frá þeim tíma hefur margt breyst. Háskólinn á Akureyri er fremstur í fararbroddi hvað varðar sveigjanlegt nám og aðgengi allra að námi óháð staðsetningu, sem er mjög farsæl þróun, en hafa ber þó í huga að sveigjanlegt nám þýðir ekki að það sé óháð stund. Stundum eru til að mynda lotur á misserum sem nemendur þurfa að sækja en engu að síður er mikill sveigjanleiki innbyggður í námið þar sem nemendur geta skilað verkefnum rafrænt, fengið aðgang að öllu námsefni rafrænt og fleira. Í lok erindis er ætlunin að eiga umræður um kosti og galla sveigjanlegs náms og velta fyrir okkur hvernig framtíðin gæti litið út.

From Kitchen Science to Clinical Relevance: Enhancing Online Teaching through Demonstrations

Audrey Louise Matthews, lektor við Hjúkrunarfræðideild HA

Teaching complex scientific concepts online continues to challenge both educators and learners, particularly in courses aimed at healthcare students with limited laboratory access. This presentation builds on last year’s discussion of using simple, effective demonstrations—often created with household items—to bridge the gap between theory and practice in online science teaching.
Drawing from experience in teaching chemistry to nursing students at the University of Akureyri, this session explores how low-cost, highly visual demonstrations can overcome the engagement barriers of distance learning. These demonstrations not only help students grasp foundational concepts in chemistry and physiology but also promote active learning, reduce cognitive load, and foster deeper curiosity—particularly important when students are preparing for clinical careers.
New for this year is a focus on student feedback and satisfaction. Data suggests that students value the creativity, clarity, and relevance of these demonstrations, especially when linked directly to medical contexts such as respiration, fluid balance, and diagnostic testing. The presentation also reflects on the sustainability of this approach—minimising resource consumption while maximising impact.
The aim is to inspire fellow educators to adapt, simplify, and innovate—turning kitchen tables into credible learning spaces and maintaining academic integrity without overburdening teaching staff. 

 

16:25 - Lokaorð

Við hlökkum til að sjá þig - öll velkomin!