Jafnréttisdagar: Jaðarsetning fólks af erlendum uppruna

Lokaviðburður Jafnréttisdaga í HA

Öll velkomin á lokaviðburð Jafnréttisdaga í HA. 

Viðburðurinn fer fram í stofu M101 og verður einnig streymt á Facebook síðu Jafnréttisdaga

Viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku.

Fyrirlesarar:

  • Eva María Ingvadóttir (hún), aðjúnkt við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ
  • Fayrouz Nouh (hún), doktorsnemi við Háskóla Íslands
  • Miriam Petra Ómarsdóttir Awad (hún), sérfræðingur hjá Rannís

Fundarstjóri verður Anna Lilja Björnsdóttir (hún), sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, sem kynnir jafnframt herferð Jafnrétttisstofu, Meinlaust

Á þessum viðburði verður ljósinu beint að jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og þá sérstaklega jaðarsetningu kvenna af erlendum uppruna. Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu kynnir vitundarvakningu þeirra Meinlaust sem var unnin í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Í vitundarvakningunni koma fram birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og er markmiðið að fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingum slíkrar áreitni. Því næst kynnir Eva María Ingvadóttir niðurstöður rannsóknar á mismunun og hatursorðræðu í garð fólks af pólskum uppruna á Íslandi, Fayrouz Nouh kynnir doktorsverkefni sitt þar sem hún er að skoða stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði og að lokum mun Miriam Petra Ómarsdóttir Awad fjalla um kynþátta og menningarfordóma. Að erindunum loknum fara fram panelumræður með öllum fyrirlesurum. Anna Lilja Björnsdóttir stýrir þeim umræðum.

Facebook viðburður

Öll velkomin!