28.-29. mars 2025
Þér er boðið að taka þátt í hugmyndahraðhlaupi!
Í Krubbi færðu þjálfun í nýsköpunarhugsun í leit að vörum og svörum við raunverulegum áskorunum í ferðaþjónustu á Húsavík. Einnig verður í boði að taka þátt í opnum flokki.
Hvernig fer þetta fram?

Á tveimur dögum færðu þjálfun í aðferðum nýsköpunar til að gera hugmynd að veruleika.

Þú færð innblástur og leiðsögn til að vinna í teymi að nýjum lausnum fyrir raunverulegar áskoranir í ferðaþjónustu á Húsavík.

Þú færð aðstoð frá þjálfurum og tækifæri til að kynna hugmyndina þín fyrir dómnefnd

Vegleg verðlaun í boði fyrir bestu hugmyndirnar
Hvaða áskoranir?

Lögð verður áhersla á hugmyndir að lausnum sem tengjast ferðaþjónustu og ímynd Húsavíkur. Fyrirtæki á svæðinu kynna áskoranir sínar í þeim efnum.
Takmarkanir?

Ef þú ert á aldrinum 16-99 ætti ekkert að stoppa þig

Það kostar ekkert að taka þátt

Hugmyndahraðhlaupið er fyrir öll áhugasöm um nýsköpunarfærni og/eða ferðaþjónustu.

Býrðu ekki á Húsavík? Samt velkomið að taka þátt

Mikilvægt: Það er hvorki nauðsynlegt né skylda að búa yfir ákveðinni þekkingu.

Ertu enn að hugsa um að þetta sé kannski ekki fyrir þig? Hringdu þá í Stefán Pétur verkefnastjóra Hraðsins 861-0057 og fáðu frekari upplýsingar
Hver heldur Krubb 2025 og afhverju?
Hraðið heldur Krubb í samstarfi við SSNE og HA til að efla nýsköpunarsenuna og frjóvga farveg atvinnugreina á Norðurlandi.
Sjáumst á Stéttinni!
Af hverju heitir þetta eiginlega Krubbur?
Hugmyndahraðhlaupið dregur nafn sitt af Krubbi og svokölluðu Krubbsveðri sem skapast í ákveðinni vindátt á Húsavík. Veðrinu fylgir svo mikill stormur að fólk heldur sig innan dyra meðan hann geysar. Vonast er eftir alvöru Krubbsstormi í hugum þátttakenda meðan á hlaupinu stendur!
Sýna minna