Opnaðu dyr tækifæra í líftækni

8. apríl 2025 kl. 18:00
Opinn kynningarfundur á Zoom

Öll velkomin á opinn kynningarfund Á ZOOM um líftækni!

Háskólinn á Akureyri er eini háskóli landsins sem býður upp á BS nám í líftækni

Auðlindadeild býður áhugasömum á opinn kynningarfund á Zoom um líftækni. Fyrirkomulag fundarins: 

  • Oddur Þór Vilhelmsson prófessor við Auðlindadeild og brautarstjóri í líftækni kynnir námið
  • Stúdent í líftækni segir frá sinni reynslu og upplifun af því að stunda nám við HA
  • Spurt & svarað

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Hvað er líftækni?

Líftækni er tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur til að framleiða nýjar afurðir eða breyta náttúrulegum ferlum. Þannig er hægt að búa til lyf, matvæli og fleiri afurðir sem nýtast samfélaginu. Líftækni er því í raun öflugt tól til þess að búa til verðmæti úr auðlindum sjávar og lands.

Námið er spennandi og krefjandi og veitir þér traustann grunn til að starfa við rannsóknir. Sérfræðingar í líftækni eru eftirsóttir starfskraftar um allan heim, og því getur starfsvettvangurinn verið hvar sem er. Þú getur líka stofnað þitt eigið sprotafyrirtæki út frá þínum rannsóknum og hugmyndum.

Námið hefur einnig reynst góður grunnur fyrir fjölbreytt framhaldsnám á sviði raunvísinda og líffræði.

Möguleikar að námi loknu

Líftækninám opnar dyr að fjölbreyttum starfsvettvangi. Fjöldi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja í líftækni geta nýtt þína þekkingu, svo sem Arctic Therapeutics, Alvotech, Íslensk erfðagreining, Orf líftækni, Primex, Algalif, Genis og Lýsi. Þú getur einnig stofnað þitt eigið sprotafyrirtæki út frá þínum rannsóknum og hugmyndum.

Námið skapar góðan grunn fyrir rannsóknastörf, bæði hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum eins og Matís og Umhverfisstofnun.

Hátt hlutfall stúdenta hafa haldið áfram í meistara- og doktorsnám að loknu BS-námi.

Viltu vita meira?

Allar nánari upplýsingar um líftækni má finna hér.

Við hlökkum til að taka vel á móti þér!