27. febrúar 2025 kl. 10:00-11:00
Mánaðarlegt óformlegt spjall um nýsköpun og frumkvöðlastarf
Ræðum saman um nýsköpun og frumkvöðlastarf í Háskólanum á Akureyri!
HA og Drift EA standa fyrir mánaðarlegu kaffispjalli um nýsköpun og frumkvöðlastarf. Öll velkomin í annað nýsköpunarkaffið!
Nýsköpunarkaffið fer fram í anddyrinu á Borgum rannsóknarhúsi á háskólasvæðinu. Gengið er inn um aðalinngang á 2. hæð hússins á norðurhlið þess.
Fyrir hverja:
- Frumkvöðla
- Áhugafólk um nýsköpun
- Forvitna
- Íbúa á Norðurlandi
- Starfsfólk og stúdenta HA
- Þig!
Stutt dagskrá og svo óformlegt spjall yfir kaffisopa:
- Kynning á fagráði verkefnis frumkvöðla og nýsköpunar
- Stutt innslag frá Drift EA
- Leifturræða frá erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics sem nýlega fékk fjögurra milljarða fjármögnun frá innlendum og erlendum fjárfestum. Fyrirtækið er í virku samstarfi við háskólann sem felst í aðstöðu á rannsóknarstofum skólans og einnig hafa stúdentar skólans unnið rannsóknarverkefni með fyrirtækinu sem oft hefur leitt til starfs eftir að námi er lokið.
Facebook viðburður
Öll velkomin!