Samfélagið er lykill að íslensku

19.-20. september 2025
Ráðstefna um kennslu íslensku sem annars máls

Ráðstefnunni er ætlað að bregðast við ákalli samfélagsins, innflytjenda, framhaldsfræðsluaðila og háskóla um mikilvægi samráðsvettvangs er varðar kennslu íslensku sem annars máls, og þá sérstaklega kennslu fullorðinna. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum á Akureyri dagana 19. – 20. september og er haldin í samstarfi við eftirfarandi stofnanir: Hugvísindasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Árnastofnun, RÍM - rannsóknarstofu í máltileinkun, Háskólann á Bifröst, ÍSBRÚ - félags kennara sem kenna íslensku sem annað mál, Dósaverksmiðjuna, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Símey – símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.

Kall eftir ágripum

Kall eftir ágripum (PDF)

Megináherslan á ráðstefnunni verður kennsla íslensku sem annars máls í háskólum og á vegum framhaldsfræðsluaðila. Til umræðu verða viðfangsefni sem lúta m.a. að fagvitund, fagmennsku, samtali og samstarfi sérhæfðra kennara í faginu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsefni og námsmati. Erindin munu fara fram á Akureyri en þátttakendur geta valið að vera á staðnum eða í streymi.

Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu, efla samtal fagfólks, treysta stöðu og sjálfstæði fagsins í skólakerfinu og auka almenna vitund um sérstöðu þess. Vonir standa til að niðurstöður ráðstefnunnar muni nýtast við stefnumótun menntastofnanna og stjórnvalda. Ráðstefnunni er ætlað að höfða til kennara í íslensku sem öðru máli á öllum skólastigum og hjá framhaldsfræðsluaðilum og er mikilvægt að sem flestir fagaðilar taki þátt í samtalinu sem þar mun fara fram.

Kallað er eftir erindum frá fagaðilum og fræðafólki en framlagið getur verið í formi fræðilegs erindis (20 mínútur + 10 mínútur umræður) eða vinnustofu um tiltekin málefni (60 mínútur). Áhugasamir skulu senda inn ágrip af erindum á bilinu 150-200 orð til Dönu Rán Jónsdóttur hjá RHA á netfangið dana@unak.is fyrir miðnætti 15. maí.

  • Svör við innsendum ágripum eru væntanleg fyrir 16. júní.

Lykilfyrirlesarar

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar verða auglýstir síðar.

Skráning á ráðstefnuna

  • Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til miðnættis mánudaginn 15. september.
  • Ráðstefnukvöldverður verður haldinn föstudaginn 19. september á veitingastaðnum Aurora. Áhugasamir þurfa að skrá sig sérstaklega í kvöldverðinn í síðasta lagi 15. september. Matseðill, verð og tímasetning verða auglýst síðar.
  • Fyrirlesarar athugið: Staðfesta þarf þátttöku með skráningu á ráðstefnuna í síðasta lagi fyrir miðnætti mánudaginn 30. júní

Smelltu hér til að skrá þig

Gagnlegar upplýsingar

  • Ráðstefnan fer fram í Miðborg Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 föstudaginn 19. september og lýkur laugardaginn 20. september kl. 15:00. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar.
  • Ágrip af erindum (150-200 orð) skulu berast eigi síðar en fimmtudaginn 15. maí. Ágripin skal senda til Dönu Rán Jónsdóttur hjá RHA á netfangið dana@unak.is.
  • Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar komi fram í texta ágripsins: Nafn höfundar, netfang, stofnun, heiti erindis og hvort um vinnustofu eða fræðilegt erindi sé að ræða.
  • Ráðstefnugjald er 10.000 krónur fyrir þau sem verða á staðnum og 5000,- krónur fyrir háskólastúdenta. Innifalið er hádegisverður báða dagana og kaffiveitingar.
  • Þátttakendur í streymi greiða 5.000,- krónur og háskólastúdentar fá frían aðgang.
  • Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og kvöldmat.
  • Flugfélagið Icelandair flýgur til Akureyrar, sjá flugáætlun á vef Icelandair.

Facebook viðburður

Nánari upplýsingar veita