Samtal um skapandi greinar: Hönnunarhugsun

3. apríl 2025 kl. 08:30-10:00
Fimmtudaginn 3. apríl fer fram sjötta Samtal um skapandi greinar þar sem fjallað verður hönnunarhugsun. Samtalið er hluti af dagskrá HönnunarMars.

Michael Hendrix, hönnuður og prófessor verður með erindi um hönnunarhugsun og hvernig styrkja megi hana á Íslandi. Hönnunarteymið Þykjó verður með erindi um verkefnið Börnin að borðinu, þar sem hönnunarhugsun er beitt. Að erindum loknum fara fram umræður í sal.

Samtalið fer fram í húsnæði CCP í Grósku, Bjargargötu 1, þriðju hæð og býður CCP fundargestum uppá léttan morgunverð. Viðburðurinn fer fram á ensku og erindum verður streymt.

Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér
Athugið að sætaframboð er takmarkað.
Skráningu lýkur kl. 12 miðvikudaginn 2. apríl.

Viðburðurinn á Facebook
Rannsóknasetur skapandi greina var stofnað árið 2023. Stofnaðilar eru Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum.