Hoppaðu um borð í sjávarútvegsfræði

10. apríl 2025 kl. 18:00
Opinn kynningarfundur á Zoom

Öll velkomin á opinn kynningarfund Á ZOOM um Sjávarútvegsfræði!

Háskólinn á Akureyri er eini háskóli landsins sem býður upp á BS nám í sjávarútvegsfræði.

Auðlindadeild býður áhugasömum á opinn kynningarfund á Zoom um sjávarútvegsfræði. Fyrirkomulag fundarins:

  • Magnús Víðisson aðjúnkt við Auðlindadeild og brautarstjóri í sjávarútvegsfræði kynnir námið
  • Stúdent í sjávarútvegsfræði segir frá sinni reynslu og upplifun af því að stunda nám við HA
  • Spurt & svarað

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Hvað er sjávarútvegsfræði?

Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það gerir þér kleift að takast á við umfangsmikil verkefni á sviði sjávarútvegs og fiskeldis. Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni. Þetta er einn elsti atvinnuvegur þjóðarinnar.

Einnig í boði: Þú getur einnig lokið gráðu í viðskiptafræði með því að bæta við einu ári í viðskiptagreinum og útskrifast þá með tvær háskólagráður.

Möguleikar að námi loknu

Helstu vinnuveitendur sjávarútvegsfræðinga eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi. Má þar nefna Samherja, Brim og Vinnslustöðina.

Sjávarútvegsfræðingar fá störf sem framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar og margt fleira. Margir þeirra reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis.

Námið nýtist líka víðar. Allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga starfar utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum.

Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni, og mjörg tækifæri eru hjá nýsköpunar-og sprotafyrirtækjum innan greinarinnar.

Viltu vita meira?

Allar nánari upplýsingar um sjávarútvegsfræði má finna hér.

Við hlökkum til að fá þig um borð!