Sjónaukinn 2025: Farsæld í íslensku samfélagi

19.-20. maí 2025
Árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs

Sjónaukinn 2025 fer fram dagana 19. og 20. maí 2025

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 19. og 20. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Farsæld í íslensku samfélagi.

Kall eftir ágripum

Kallað er eftir ágripum erinda fyrir Sjónaukann 2025. Markmið og tilgangur Sjónaukans er að varpa ljósi á verkefni, rannsóknir og aðgerðir sem varða heilbrigði, lífsgæði og velferð fólks. Í ljósi margþættra áskoranna og þungbærra atburða sem hafa átt sér stað í samfélagi okkar síðustu misseri, þá viljum við nú nýta tækifærið og varpa ljósi á það sem verið er að rannsaka og vinna að sem miðar að því að auka farsæld í íslensku samfélagi í víðu samhengi. Þess vegna er þema ráðstefnunnar í ár Farsæld í íslensku samfélagi. Sérstaklega er óskað eftir erindum sem varða leiðir, úrræði, aðgerðir eða rannsóknir sem með einum eða öðrum hætti eiga að stuðla að aukinni farsæld fólks í samfélaginu.

Sendu inn ágrip hér

TEKIÐ ER Á MÓTI ÁGRIPUM TIL OG MEÐ 14. apríl 2025. 

Lykilfyrirlesarar

Lykilfyrirlesarar munu endurspegla þema ráðstefnunnar í ár sem er Farsæld í íslensku samfélagi. Lykilfyrirlesarar verða kynntir hér sérstaklega síðar.

Skráning á Sjónaukann 2025

Mikilvægt er að gestir Sjónaukans skrái sig til þátttöku.

Skráðu þig hér

Gagnlegar upplýsingar

  • Sjónaukinn fer fram í Háskólanum á Akureyri og hefst kl. 9.00 þann 19. maí og lýkur kl. 16.30 þann 20. maí.
  • Öll velkomin, aðgangur er ókeypis en þó er mikilvægt að skrá sig. 
  • Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og mat.
  • Vanti frekari upplýsingar um Sjónaukann má hafa samband við Áslaugu Lind Guðmundsdóttur verkefnastjóra á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði.

Öll velkomin!