Allir háskólar landsins kynna námið sitt með stafrænum hætti
Allir háskólar landsins standa í sameiningu fyrir Háskóladeginum sem verður haldinn með stafrænum hætti á nýjum vef Háskóladagsin, haskoladagurinn.is.
Spurt og svarað um námið í HA
Háskólinn á Akureyri býður upp á Zoom-fundi fyrir allar námsleiðir í grunnnámi þar sem þú getur spjallað við stúdenta og starfsfólk háskólans um námið, félagslífið, inntökuskilyrði, sveigjanlegt nám og allt það sem brennur á þér. Smelltu á hlekkina fyrir beint streymi:
Spurt og svarað um allt hitt!
Þú getur einnig rætt við náms- og starfsráðgjafa og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri um félagslífið, stúdentaíbúðir og háskólasamfélagið. Þú getur smellt á hlekkina hér að neðan til þess að tengjast beint á laugardaginn.
Netspjallið er opið
Netspjallið okkar verður einnig opið, þar sem starfsfólk mun svara spurningum og aðstoða eftir bestu getu:
Við hlökkum til að taka á móti þér á stafræna Háskóladeginum!