Svefn kvenna

3. apríl 2025 kl. 12:10
Kynning á rannsóknarverkefninu Svefn kvenna

Velkomin á kynningu á rannsóknarverkefninu svefn kvenna

Rannsóknir hafa sýnt að svefnvandamál og sjúkdómar eru mun algengari hjá konum en körlum. Styrkleiki kvenhormónanna, estrógens og prógesteróns, er síbreytilegur yfir tíðahringinn, og hefur verið sýnt fram á að það geti haft áhrif á svefngæði. Flestar rannsóknir sem hafa skoðað áhrif tíðahringsins á svefn hafa stuðst við huglægt mat þátttakenda en ekki mælt með viðurkenndum svefnmælitækjum. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig svefn breytist yfir tíðahringinn hjá ungum konum og bera saman við svefnvanda og líðan þátttakenda.

Kynningin er sérstaklega ætluð áhugasömum konum á aldrinum 18-36 ára sem vilja kynna sér rannsóknina.

Kynningin fer fram í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri, þær sem ekki hafa tök á að mæta á kynninguna geta tekið þátt í rafrænni kynningu 3. apríl kl. 20.00 á Zoom.

Dagskrá

  • Kynning á rannsókninni
  • Kynning á mælitækjum sem notuð eru
  • Kynning á því hvernig konur geta tekið þátt í rannsókninni

Kynntu þér rannsóknina svefn kvenna hér

hlökkum til að sjá ykkur!